Erlent

Fellibylurinn Dean skall á eyjar í Karabíska hafinu

Hér sést fellibylurinn við strendur eyjunnar Barbados
Hér sést fellibylurinn við strendur eyjunnar Barbados MYND/AP

Fellibylur skall á eyjuna Sanktí Lúsíu og nágrannaeyjuna Martiník í Karabíska hafinu í dag með þeim afleiðingum að rafmagn fór af og tré féllu. Þetta er fyrsti fellibylur ársins sem fer um svæðið og hefur hann hlotið nafnið Dean.

Dean fór á allt að 160 kílómetra hraða á klukkustund sem er flokkað sem stig 2. Talið er að vindhraðinn verði enn meiri næsta sólarhring.

"Það hafa engar byggingar fallið eða þök fokið af," sagði David Wallace íbúi á Sanktí Lúsíu í samtali við fréttamenn í dag. "Fellibylurinn hefur hins vegar rifið upp mörg tré."

Viðbragðsaðilar í Bandaríkjunum hafa verið kallaðir saman til að skipuleggja aðgerðir og hafa viðvararnir vegna hitabeltisstorma verið gefnar út á öðrum eyjum í Karabíska hafinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×