Erlent

Vildi jómfrúrskoðun á þúsundum stúlkna

Óli Tynes skrifar
Meyjarmerkið í himnafestingunni þótti viðeigandi mynd með þessari frétt.
Meyjarmerkið í himnafestingunni þótti viðeigandi mynd með þessari frétt.

Hávær mótmæli urðu til þess að héraðsskólameistari í Indónesíu féll frá því að láta skoða þúsundir ungra námsmeyja til þess að gá hvort þær væru óspjallaðar. Meistarinn fékk þessa hugmynd þegar myndir af tveimur nemendum í ástarleik fóru að ganga á milli farsíma. Indónesía er fjölmennasta múslimaríki heims og þar er ætlast til skírlífis kvenna þartil þær giftast.

Dagblaðið Jakarta Post segir að foreldrar nemendur og mannréttindasamtök hafi litið á meyjarskoðun sem óþolandi brot á einkalífi stúlknanna. Skólameistarinn er nú sagður leita nýrra leiða til þess að koma í veg fyrir að nemendur njóti ótímabærra ásta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×