Fótbolti

Endurkoma Juventus í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ranieri, þjálfari Juve.
Ranieri, þjálfari Juve.

Keppni í efstu deildinni á Ítalíu hefst í kvöld með tveimur leikjum. Margir bíða spenntir eftir því að sjá hvernig Juventus mun vegna gegn Livorno. Juventus er komið aftur í Serie-A eftir ársdvöl í næstefstu deild.

„Er ég spenntur? Umfram allt er ég einstaklega forvitinn! Við viljum byrja vel og liðið hefur verið á réttri leið á undirbúningstímabilinu. Þetta er nánast alveg nýtt lið," segir Claudio Ranieri, þjálfari liðsins, en hann var áður við stjórnvölinn hjá Parma og Chelsea.

Ranieri tók við Juventus af Didier Deschamps sem sagði upp skömmu eftir að liðið tryggði sér á nýjan leik upp í Serie-A.

Varnarleikur Juventus á undirbúningstímabilinu hefur ollið vonbrigðum en samt sem áður er Ranieri bjartsýnn fyrir kvöldið. „Ég er sannfærður um að vörnin verði ekki vandamál í kvöld," sagði Ranieri en reiknað er með að hann tefli fram leikkerfinu 4-4-2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×