Erlent

Krónprins Noregs styður systur sína

Óli Tynes skrifar
Hákon krónprins og Mette Marit.,
Hákon krónprins og Mette Marit.,

Hákon krónprins Noregs segist eindregið styðja Mörtu Lovísu systur sína sem hefur opnað stofnað skóla sem daglega gengur undir nafninu Englaskólinn. Þetta er í fyrsta skipti sem einhver úr konungsfjölskyldunni hefur tjáð sig um þetta uppátæki prinsessunnar. Skólinn hefur annars vakið mikla geðshræringu í Noregi og hefur þess bæði verið krafist að Marta Lovísa segi sig úr þjóðkirkjunni og að hún afsali sér prinsessutitlinum.

Það var norks blaðið VG sem spurði Hákon prins um skólann. Prinsinn svaraði; "Ég get alveg tjáð mig eitthvað um það. Þetta heyrir undir viðskipti prinsessunnar og það er hún sjálf sem ákveður að hverju hún hún stefnir. Mér finnst fínt að systir mín geti einvbeitt sér að því sem henni finnst mikilvægt."

Mette Marit, eiginkona prinsins kinkaði kolli þegar hann lét þessi orð falla. Hún hefur sjálf lýst því að Marta Lovísa hafi dásamlega heitar hendur og að hún hafi hjálpað sér að komast yfir slæma nýrnasýkingu.

Skólavist í Englaskólanum tekur þrjú ár og auk þess að læra að tala við engla og dýr, lærir fólk heilun. Marta Lovísa er elsta dóttir norsku konungshjónanna, en hún afsalaði sér tilkalli til krúninnar árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×