Erlent

Leyniþjónusta ritskoðar bók um Friðrik krónprins

Óli Tynes skrifar
Friðrik krónprins af Danmörku.
Friðrik krónprins af Danmörku.

Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar mun að öllum líkindum lesa yfir handrit að bók sem fyrrverandi lífvörður Friðriks krónprins er að skrifa. Bókin mun bera nafnið "Í leyniþjónustu hans hátignar." Útgefandi bókarinnar segist hafa lesið um það í fjölmiðlum að leyniþjónustan hefði áhyggjur af uppljóstrunum.

Jesper Lundorf var einn af lífvörðum konungsfjölskyldunnar í sjö ár og gætti einkum Friðriks krónprins. Hann er nú að skrifa bók um þessa lífsreynslu sína. Starf lífvarðar er augljóslega nokkurt trúnaðarmál enda líklegt að lífverði sé kunnugt um ýmis leyndarmál.

Forlagið sem ætlar að gefa út bókina vill hafa vaðið fyrir neðan sig. Leyniþjónustan mun því væntanlega fara yfir handritið til þess að tryggja að ekki sé ljóstrað upp neinum leyndarmálum sem snerta öryggi konungsfjölskyldunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×