Erlent

Demantur vel yfir eitt kíló

Óli Tynes skrifar
Cullinan demanturinn í sinni upprunalegu mynd árið 1905.
Cullinan demanturinn í sinni upprunalegu mynd árið 1905.

Stærsti demantur sem nokkrusinni hefur litið dagsins ljós fannst í demantanámu í Suður-Afríku í gær. Hann er sagður helmingi stærri en Cullinan demanturinn sem hefur átt metið hingaðtil. Risademanturinn verður fluttur til Jóhannesarborgar undir strangri öryggisgæslu.

Cullinan demanturinn fannst árið 1905. Hann var 3.106 karöt eða um 620 grömm. Þessi nýi demantur vegur því vel yfir eitt kíló. Cullinan var á sínum tíma skorinn niður í minni demanta sem í dag prýða djásn bresku krúnunnar. Hann fannst einnig í Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×