Erlent

Bremsulausir Færeyingar

Óli Tynes skrifar
Ein af vélum Atlantic Airways.
Ein af vélum Atlantic Airways.

Flugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways fór út af brautinni í flugtaki frá Færeyjum í morgun. Engan sakaði. Vélin var á leið frá Þórshöfn til Lundúna. Flugmennirnir hættu við flugtak þegar þeir uppgötvuðu að hemlabúnaður virkaði ekki sem skyldi. Hemlabilanir virðast vera viðvarandi vandamál hjá þessu flugfélagi.

Flugvélar Atlantic Airways hafa lent í mörgum óhöppum undanfarin ár. Hið versta varð þegar fjögurra hreyfla þota þess fór fram af flugbrautinni við lendingu á norsku eynni Stord í fyrra. Þá virkaði hemlabúnaður ekki. Vélin fór framaf brautinni og það kviknaði í henni. Fjórir létu lífið.

Samkvæmt frétt í norska blaðinu Aftenposten hafa vélar frá Atlantic Airways þurft að framkvæma svokallaðar öryggislendingar fjórum sinnum á þessu ári, vegna þess að hemlakerfið virkaði ekki sem skyldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×