Erlent

Chavez gerist sáttasemjari

Hugo Chavez forseti Venesúela hefur ákveðið að taka að sér hlutverk sáttasemjara milli kólumbískra uppreisnarmanna og stjórnvalda þar í landi. Samið verður um lausn gísla sem uppreisnarmenn hafa undir höndum. Chavez tilkynnti áformin eftir samræður við Alvaro Uribe, forseta Kólumbíu.

Chaves vonast til að tryggja lausn fjölda gísla á vegum herskárra hópa í landinu í skiptum fyrir uppreisnarmenn sem eru í haldi stjórnvalda.

Ágreiningur er uppi um ýmis lykilatriði á milli aðilanna, meðal annars um vopnlaus svæði þar sem skipti á gíslunum geta farið fram, en stjórnvöld hafa neitað uppreisnarmönnunum um þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×