Erlent

Finnar rífast um norrænt samstarf

Finnar eru ekki á eitt sáttir um ágæti norrænnar samvinnu.
Finnar eru ekki á eitt sáttir um ágæti norrænnar samvinnu.

Framtíð norræns samstarfs hefur verið margumrætt efni í Finnlandi. Í sumar birti dagblaðið Helsingin Sanomat greinaflokk um efnið. Umræðan hófst með grein sem Sampsa Saralehti skrifaði og staðhæfði að leggja mætti Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina niður.

Mikilvægustu framfarirnar, til dæmis vegabréfasamstarfið, urðu á sjötta áratug síðustu aldar, en nú hafa Norðurlöndin samkvæmt Saralehto fjarlægst hvert annað, Noregur, Danmörk og Ísland eru t.d. aðilar að Nató. Svíþjóð, Finnland og Danmörk eru í ESB og Finnland er eina landið sem hefur tekið upp evruna. Sundurleitni Norðurlandanna er staðreynd samkvæmt Saralehto.

Claes Andersson þingmaður, formaður sendinefndar Finnlands í Norðurlandaráði og fyrrverandi ráðherra bendir á, að Norðurlöndin séu ein heild byggð vel menntuðum íbúum. Í stað þess að leggja samstarfið af ætti frekar að varðveita þekkinguna og markaðsetja hana sameiginlega.

Esko Aho, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði áherslu á vægi norræns samstarfs ekki síst þegar um er að ræða áskoranir og tækifæri í tengslum við hnattvæðinguna. Ein aðferð til að auka samkeppnishæfnina er samkvæmt Aho að byggja upp norrænar tæknimiðstöðvar í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku.

Jan Vapaavuori samstarfsráðherra Finnlands lagði, í sinni grein, áherslu á að forsætisráðherrar Norðurlandanna hefðu á fundi sínum í júní, stutt áframhaldandi eflingu norræns samstarfs. Í stað þess að draga úr samstarfi er nú verið að auka fjármagn til norræns samstarfs, meðal annars á sviði rannsókna og nýsköpunar auk loftslags-, umhverfis- og orkumála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×