Finnar rífast um norrænt samstarf 4. september 2007 16:17 Finnar eru ekki á eitt sáttir um ágæti norrænnar samvinnu. Framtíð norræns samstarfs hefur verið margumrætt efni í Finnlandi. Í sumar birti dagblaðið Helsingin Sanomat greinaflokk um efnið. Umræðan hófst með grein sem Sampsa Saralehti skrifaði og staðhæfði að leggja mætti Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina niður. Mikilvægustu framfarirnar, til dæmis vegabréfasamstarfið, urðu á sjötta áratug síðustu aldar, en nú hafa Norðurlöndin samkvæmt Saralehto fjarlægst hvert annað, Noregur, Danmörk og Ísland eru t.d. aðilar að Nató. Svíþjóð, Finnland og Danmörk eru í ESB og Finnland er eina landið sem hefur tekið upp evruna. Sundurleitni Norðurlandanna er staðreynd samkvæmt Saralehto. Claes Andersson þingmaður, formaður sendinefndar Finnlands í Norðurlandaráði og fyrrverandi ráðherra bendir á, að Norðurlöndin séu ein heild byggð vel menntuðum íbúum. Í stað þess að leggja samstarfið af ætti frekar að varðveita þekkinguna og markaðsetja hana sameiginlega. Esko Aho, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði áherslu á vægi norræns samstarfs ekki síst þegar um er að ræða áskoranir og tækifæri í tengslum við hnattvæðinguna. Ein aðferð til að auka samkeppnishæfnina er samkvæmt Aho að byggja upp norrænar tæknimiðstöðvar í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Jan Vapaavuori samstarfsráðherra Finnlands lagði, í sinni grein, áherslu á að forsætisráðherrar Norðurlandanna hefðu á fundi sínum í júní, stutt áframhaldandi eflingu norræns samstarfs. Í stað þess að draga úr samstarfi er nú verið að auka fjármagn til norræns samstarfs, meðal annars á sviði rannsókna og nýsköpunar auk loftslags-, umhverfis- og orkumála. Erlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Framtíð norræns samstarfs hefur verið margumrætt efni í Finnlandi. Í sumar birti dagblaðið Helsingin Sanomat greinaflokk um efnið. Umræðan hófst með grein sem Sampsa Saralehti skrifaði og staðhæfði að leggja mætti Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina niður. Mikilvægustu framfarirnar, til dæmis vegabréfasamstarfið, urðu á sjötta áratug síðustu aldar, en nú hafa Norðurlöndin samkvæmt Saralehto fjarlægst hvert annað, Noregur, Danmörk og Ísland eru t.d. aðilar að Nató. Svíþjóð, Finnland og Danmörk eru í ESB og Finnland er eina landið sem hefur tekið upp evruna. Sundurleitni Norðurlandanna er staðreynd samkvæmt Saralehto. Claes Andersson þingmaður, formaður sendinefndar Finnlands í Norðurlandaráði og fyrrverandi ráðherra bendir á, að Norðurlöndin séu ein heild byggð vel menntuðum íbúum. Í stað þess að leggja samstarfið af ætti frekar að varðveita þekkinguna og markaðsetja hana sameiginlega. Esko Aho, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði áherslu á vægi norræns samstarfs ekki síst þegar um er að ræða áskoranir og tækifæri í tengslum við hnattvæðinguna. Ein aðferð til að auka samkeppnishæfnina er samkvæmt Aho að byggja upp norrænar tæknimiðstöðvar í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Jan Vapaavuori samstarfsráðherra Finnlands lagði, í sinni grein, áherslu á að forsætisráðherrar Norðurlandanna hefðu á fundi sínum í júní, stutt áframhaldandi eflingu norræns samstarfs. Í stað þess að draga úr samstarfi er nú verið að auka fjármagn til norræns samstarfs, meðal annars á sviði rannsókna og nýsköpunar auk loftslags-, umhverfis- og orkumála.
Erlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira