Olía en ekki almannahagur Guðjón Helgason skrifar 16. september 2007 18:45 Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur. Greenspan, sem er 81 árs, er flokksbróðir George Bush Bandaríkjaforseta. Hann stýrði Seðlabanka Bandaríkjanna við góðan orðstír í 18 ár eða þar til í janúar í fyrra. Æviminningar Greenspans koma út á morgun. Lundúnablaðið Sunday Times segir í dag að í bókinni fullyrði hann að olía hafi verið meginástæða innrásarinnar í Írak 2003 - ekki góðvild í garð Íraka. Vesturveldin hafi viljað tryggja sér ódýra olíu. Saddam Hússein, Íraksforseta, hafi ógnað stöðugleika í Miðausturlöndum og þar með olíubirgðum þar og því hafi orðið að koma honum frá. Bandaríkjamenn og Bretar hafa ætíð vísað þessu á bug. Jón Ormur Halldórsson, stjórnmálafræðingur, segir Greenspan njóta mikilla virðingar í Bandaríkjunum. Hann sé þekktur fyrir íhaldssemi og því verði hann vart sakaður um að vera andstæðingur ríkjandi sjónarmiða í Bandaríkjunum. Yfirlýsingar hans geti haft mikla þýðingu fyrir umræðuna í Bandaríkjunum. Jón Ormur segir að þó Bandaríkin séu opið og frjálst þjóðfélag þá sé það þannig með umræðuna þar í landi - sérstaklega orðræðuna um alþjóðamál - að það séu ýmsir hlutir, sem virðist augljósir fyrir þeim sem eitthvað þekki til málanna, sem má ekki segja án þess að mönnum séu gerðar upp sakir - einhvers konar annarlegir pólitískir hagsmunir eða eitthvað slíkt. Það eigi sérstaklega við um Miðausturlönd þar sem tvöföld bannhelgi gildi - annars vegar vegna Ísraels og hins vegar vegna olíuhagsmuna Bandaríkjamanna. Það að Greenspan, sem sé sérstaklega þekktur fyrir varfærni í umræðum, tali svona bendi til þess að umræðan gæti opnast nokkuð á næstunni í Bandaríkjunnum. Erlent Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur. Greenspan, sem er 81 árs, er flokksbróðir George Bush Bandaríkjaforseta. Hann stýrði Seðlabanka Bandaríkjanna við góðan orðstír í 18 ár eða þar til í janúar í fyrra. Æviminningar Greenspans koma út á morgun. Lundúnablaðið Sunday Times segir í dag að í bókinni fullyrði hann að olía hafi verið meginástæða innrásarinnar í Írak 2003 - ekki góðvild í garð Íraka. Vesturveldin hafi viljað tryggja sér ódýra olíu. Saddam Hússein, Íraksforseta, hafi ógnað stöðugleika í Miðausturlöndum og þar með olíubirgðum þar og því hafi orðið að koma honum frá. Bandaríkjamenn og Bretar hafa ætíð vísað þessu á bug. Jón Ormur Halldórsson, stjórnmálafræðingur, segir Greenspan njóta mikilla virðingar í Bandaríkjunum. Hann sé þekktur fyrir íhaldssemi og því verði hann vart sakaður um að vera andstæðingur ríkjandi sjónarmiða í Bandaríkjunum. Yfirlýsingar hans geti haft mikla þýðingu fyrir umræðuna í Bandaríkjunum. Jón Ormur segir að þó Bandaríkin séu opið og frjálst þjóðfélag þá sé það þannig með umræðuna þar í landi - sérstaklega orðræðuna um alþjóðamál - að það séu ýmsir hlutir, sem virðist augljósir fyrir þeim sem eitthvað þekki til málanna, sem má ekki segja án þess að mönnum séu gerðar upp sakir - einhvers konar annarlegir pólitískir hagsmunir eða eitthvað slíkt. Það eigi sérstaklega við um Miðausturlönd þar sem tvöföld bannhelgi gildi - annars vegar vegna Ísraels og hins vegar vegna olíuhagsmuna Bandaríkjamanna. Það að Greenspan, sem sé sérstaklega þekktur fyrir varfærni í umræðum, tali svona bendi til þess að umræðan gæti opnast nokkuð á næstunni í Bandaríkjunnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira