Fótbolti

Fiorentina í beinni á klámstöð

NordicPhotos/GettyImages

Ítalska knattspyrnuliðið Fiorentina verður þess heiðurs aðnjótandi í vikunni að spila knattspyrnuleik sem sýndur verður beint á klámrás í ítölsku sjónvarpi. Klámstöðin keypti sjónvarpsréttinn af útileik Fiorentina gegn Groningen á fimmtudag fyrir stórfé og er ein helsta klámmyndastjarna Ítala þegar farin að auglýsa leikinn á rásinni.

Talsmaður stöðvarinnar, Conto TV, segir þetta vera gert til að auka fjölbreytni fyrir áhorfendur stöðvarinnar. Hann segir sjónvarpsréttinn fyrir Evrópuleikinn hafa kostað rúmlega 80,000 evrur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×