Erlent

Óeirðalögreglumenn gegn munkum

Guðjón Helgason skrifar

Svo virðist sem herforingjastjórnin í Myanmar, áður Búrma, ætli að mæta mótmælum Búddamunka af hörku. Reuters fréttastofan hefur eftir sjónarvottum að vopnaðir óeirðalögreglumenn hefðu verið fluttir til Yangon - stærstu borgar landsins - í morgun. Þar hafa munkarnir mótmælt dag hvern frá því í síðustu viku. Þeir krefjast lýðræðis í landinu.

Herstjórnin hefur hingað til setið á sér og ekki gripið til vopna gegn munkunum - enda njóta þeir mikillar virðingar meðal almennra borgara í Myanmar. Í gær hótuðu þó herforingjarnir að brjóta mótmælin á bak aftur. Munkarnir höfðu það að engu og flykktust út á götur Yangon í morgun til að mótmæla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×