Brottvísun fyrir mótmæli? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 25. september 2007 18:45 Breskur jarðfræðingur sem tekið hefur þátt í aðgerðum Saving Iceland á yfir höfði sér að vera vísað úr landi vegna mótmæla sinna á grundvelli almannaöryggis og allsherjarreglu. Lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur farið fram á það við Útlendingastofnun að vísa burt úr landi hinni 23ja ára gömlu Miriam Rose sem hefur tekið þátt í mótmælum Saving Iceland. Í sumar sat hún af sér 100 þúsund króna sekt með 8 daga fangelsisvist en dóminn hlaut hún fyrir að klifra upp í burðarvirki á vinnsusvæði Bechtel í Reyðarfirði og neita að hlíta fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið. Miriam, sem er trúlofuð íslenskum pilti, fékk nýverið bréf frá Útlendingastofnun um mögulega brottvísun og bann á endurkomu til Íslands. Í bréfinu er vísað til tveggja greina Útlendingalaga: - Í annarri þeirra segir að heimilt sé að vísa EES eða EFTA útlendingi úr landi - ef það er nauðsynlegt með skírskotun til allsherjarreglu og almannaöryggis. - Í hinni stendur að brottvísun megi framkvæma ef háttsemi útlendingsins felur í sér raunverulega og nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarþjóðfélagssjónarmiðum. Ekki náðist í Miriam í dag, en Saving Iceland sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að ásökun um að Miriam ógni grundvallargildum samfélagsins sé fráleit. Ennfremur að: "...verði henni vísað úr landi er það vegna skoðana hennar en ekki af því að íslensku samfélagi stafi ógn af veru hennar hér." Hildur Dungal forstjóri Útlendingastofnunar sagði í samtali við fréttastofu í dag að Miriam gæti nú kynnt sínar athugasemdir og síðan yrði tekin afstaða til málsins. Um 30 útlendingum er vísað úr landi á ári hverju, langflestir eru refsifangar. Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Breskur jarðfræðingur sem tekið hefur þátt í aðgerðum Saving Iceland á yfir höfði sér að vera vísað úr landi vegna mótmæla sinna á grundvelli almannaöryggis og allsherjarreglu. Lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur farið fram á það við Útlendingastofnun að vísa burt úr landi hinni 23ja ára gömlu Miriam Rose sem hefur tekið þátt í mótmælum Saving Iceland. Í sumar sat hún af sér 100 þúsund króna sekt með 8 daga fangelsisvist en dóminn hlaut hún fyrir að klifra upp í burðarvirki á vinnsusvæði Bechtel í Reyðarfirði og neita að hlíta fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið. Miriam, sem er trúlofuð íslenskum pilti, fékk nýverið bréf frá Útlendingastofnun um mögulega brottvísun og bann á endurkomu til Íslands. Í bréfinu er vísað til tveggja greina Útlendingalaga: - Í annarri þeirra segir að heimilt sé að vísa EES eða EFTA útlendingi úr landi - ef það er nauðsynlegt með skírskotun til allsherjarreglu og almannaöryggis. - Í hinni stendur að brottvísun megi framkvæma ef háttsemi útlendingsins felur í sér raunverulega og nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarþjóðfélagssjónarmiðum. Ekki náðist í Miriam í dag, en Saving Iceland sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að ásökun um að Miriam ógni grundvallargildum samfélagsins sé fráleit. Ennfremur að: "...verði henni vísað úr landi er það vegna skoðana hennar en ekki af því að íslensku samfélagi stafi ógn af veru hennar hér." Hildur Dungal forstjóri Útlendingastofnunar sagði í samtali við fréttastofu í dag að Miriam gæti nú kynnt sínar athugasemdir og síðan yrði tekin afstaða til málsins. Um 30 útlendingum er vísað úr landi á ári hverju, langflestir eru refsifangar.
Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira