Hardaway vinnur með samkynhneigðum 28. september 2007 10:26 Hardaway situr fyrir brosandi á heimasíðu YES samtakanna Körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vinnur nú hörðum höndum að því að bæta fyrir skandalinn sinn fyrir sjö mánuðum þegar hann lýsti því yfir í útvarpsviðtali að hann hataði homma. Ummæli Hardaway komust í fyrirsagnir blaða um allan heim og í kjölfarið var honum sagt upp öllum störfum sínum tengdum NBA deildinni. Hardaway baðst síðar afsökunar á orðum sínum, en á næstu vikunum bárust fréttir af því að kona hans hefði sagt skilið við hann og að hann væri orðinn gjaldþrota. Þetta reyndist ekki rétt, en hvað sem því líður hefur stjörnuleikmaðurinn fyrrverandi átt afar erfitt uppdráttar. Hann lofaði að leita sér hjálpar út af þröngsýnum skoðunum sínum og þegar stuðningssamtökin YES leituðu til hans - var hann ekki lengi að bjóða sig fram. Hardaway hefur nú haldið nokkra fyrirlestra hjá samtökunum þar sem hann talar um mikilvægi þess að vera vel upplýstur og að börn og unglingar geti fundið til öryggis óháð kynhneigð sinni. Umburðalyndi er jafnan efsta mál á dagskrá og fyrirlestrana sækir m.a. fjöldi samkynhneigðra. Hardaway segist hafa gengið í gegn um hreint helvíti síðan hann missti sig í útvarpsviðtalinu forðum, en hefur forðast að veita viðtöl fyrr en nú því hann vildi ekki að litið yrði á störf sín sem gagngerða tilraun til að hreinsa mannorð sitt. "Ég gerði mér enga grein fyrir hvað ég særði marga með orðum mínum og ég vil bara reyna að læra og bæta mig. Ég er í rauninni ekki að reyna að bæta fyrir neitt - ég er bara að reyna að öðlast skilning á hlutum sem ég hef ekki áttað mig á," sagði Hardaway. Smelltu hér til að sjá fréttina frá 15. febrúar þegar Hardaway missti sig í útvarpsviðtalinu. NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vinnur nú hörðum höndum að því að bæta fyrir skandalinn sinn fyrir sjö mánuðum þegar hann lýsti því yfir í útvarpsviðtali að hann hataði homma. Ummæli Hardaway komust í fyrirsagnir blaða um allan heim og í kjölfarið var honum sagt upp öllum störfum sínum tengdum NBA deildinni. Hardaway baðst síðar afsökunar á orðum sínum, en á næstu vikunum bárust fréttir af því að kona hans hefði sagt skilið við hann og að hann væri orðinn gjaldþrota. Þetta reyndist ekki rétt, en hvað sem því líður hefur stjörnuleikmaðurinn fyrrverandi átt afar erfitt uppdráttar. Hann lofaði að leita sér hjálpar út af þröngsýnum skoðunum sínum og þegar stuðningssamtökin YES leituðu til hans - var hann ekki lengi að bjóða sig fram. Hardaway hefur nú haldið nokkra fyrirlestra hjá samtökunum þar sem hann talar um mikilvægi þess að vera vel upplýstur og að börn og unglingar geti fundið til öryggis óháð kynhneigð sinni. Umburðalyndi er jafnan efsta mál á dagskrá og fyrirlestrana sækir m.a. fjöldi samkynhneigðra. Hardaway segist hafa gengið í gegn um hreint helvíti síðan hann missti sig í útvarpsviðtalinu forðum, en hefur forðast að veita viðtöl fyrr en nú því hann vildi ekki að litið yrði á störf sín sem gagngerða tilraun til að hreinsa mannorð sitt. "Ég gerði mér enga grein fyrir hvað ég særði marga með orðum mínum og ég vil bara reyna að læra og bæta mig. Ég er í rauninni ekki að reyna að bæta fyrir neitt - ég er bara að reyna að öðlast skilning á hlutum sem ég hef ekki áttað mig á," sagði Hardaway. Smelltu hér til að sjá fréttina frá 15. febrúar þegar Hardaway missti sig í útvarpsviðtalinu.
NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum