Byltingarkennd tilraun Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 29. september 2007 18:45 Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands. Í dag var undirritaður með viðhöfn samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Columbia háskóla í Bandaríkjunum og Rannsóknarráðs Frakklands um viðamikla rannsókn á því hvort raunhæft sé að breyta koltvísýringsmengun í grjót. Tilraunirnar færast nú út af rannsóknarstofunum og inn í Hellisheiðarvirkjun sem blæs nú um 30 þúsund tonnum af koltvísýringi frá sér á ári - en ef allt gengur upp - gæti hún orðið koltvísýringsfrí. Ýmsir vísuðu í töfra og ævintýri í dag - engin furða - því það er lyginni líkast fyrir leikmann að hugsanlega verði hægt að blanda hinum skaðlega koltvísýringi við vatn, dæla honum niður á 400-800 metra dýpi, ofan í gljúpt basaltið þar sem mengað vatnið hvarfast og verður að fallegu silfurbergi. Aðeins 3-5 ár eru í niðurstöður. Forseti Íslands segir þetta mikilvægasta rannsóknarverkefni sem unnið er á Íslandi nú um stundir - og einstakt að reynt væri að breyta koltvísýringi í fast efni - eða silfurberg. Basaltlög eru víða í heiminum, meðal annars á Íslandi, í Bandaríkjunum, Indlandi og Rússlandi og ef niðurstaðan er jákvæð væri víða hægt að koma upp dælustöðvum, segir forsetinn. Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands. Í dag var undirritaður með viðhöfn samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Columbia háskóla í Bandaríkjunum og Rannsóknarráðs Frakklands um viðamikla rannsókn á því hvort raunhæft sé að breyta koltvísýringsmengun í grjót. Tilraunirnar færast nú út af rannsóknarstofunum og inn í Hellisheiðarvirkjun sem blæs nú um 30 þúsund tonnum af koltvísýringi frá sér á ári - en ef allt gengur upp - gæti hún orðið koltvísýringsfrí. Ýmsir vísuðu í töfra og ævintýri í dag - engin furða - því það er lyginni líkast fyrir leikmann að hugsanlega verði hægt að blanda hinum skaðlega koltvísýringi við vatn, dæla honum niður á 400-800 metra dýpi, ofan í gljúpt basaltið þar sem mengað vatnið hvarfast og verður að fallegu silfurbergi. Aðeins 3-5 ár eru í niðurstöður. Forseti Íslands segir þetta mikilvægasta rannsóknarverkefni sem unnið er á Íslandi nú um stundir - og einstakt að reynt væri að breyta koltvísýringi í fast efni - eða silfurberg. Basaltlög eru víða í heiminum, meðal annars á Íslandi, í Bandaríkjunum, Indlandi og Rússlandi og ef niðurstaðan er jákvæð væri víða hægt að koma upp dælustöðvum, segir forsetinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira