Erlent

Baráttan á réttri braut

Guðjón Helgason skrifar

Baráttan við alnæmi er komin á rétta braut í Suður-Afríku. Þetta segir formaður læknafélagsins þar í landi og bætir við að Íslendingar geti lagt margt að mörkum í því verkefni.

Talið er að 5,5 milljón mana séu sýktir af HIV veirunni í Suður-Afríku og rúmlega íbúafjöldi Íslands dáið þar af völdum alnæmis í fyrra.

Forvarnir og fræðsla hafa setið á hakanum í Suður Afríku síðustu árin vegna deilna um hvað valdi alnæmi og hvernig það smitist.

Kgosi Letlape, formaður læknafélags Suður-Afríku og fráfarandi forseti Alþjóðafélags lækna, er staddur hér á landi. Hann hefur gagnrýnt stjórnvöld í málinu en segir þetta nú breytt. Ný aðgerðaáætlun sé nú í gildi. Enginn hafi verið í meðferð í lok árs 2003 en um síðustu áramót hafi 200 þúsund manns fengið meðferð. Þetta fólk hefði áður dáið en nú fái það lyf.

Letlape segir Íslendinga geta lagt til fé til forvarnarstarfs sem hafi verið í molum. Það þurfi að bæta stöðu kvenna í landinu og endurhæfa karlmenn. Verkefnið sé mjög mikilvægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×