Fótbolti

Inter malaði Roma

Zlatan Ibrahimovic hefur verið sjóðandi heitur með Inter í haust
Zlatan Ibrahimovic hefur verið sjóðandi heitur með Inter í haust NordicPhotos/GettyImages

Inter vann í gær öruggan 4-1 útisigur á Roma í ítölsku A-deildinni í gær og skellti sér á toppinn í kjölfarið. Zlatan Ibrahimovic kom gestunum á bragðið með sjöunda marki sínu í deildinni og þannig var staðan í hálfleik.

Markið kom úr vítaspyrnu sem dæmd var á Ludovic Giuly fyrir að handleika knöttinn innan teigs og fékk hann að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Einum færri náðu Rómverjar að jafna leikinn eftir kæruleysisleg mistök í vörn Inter og var þar að verki Simone Perrotta.

Gestirnir svöruðu nánast strax þegar varnarmaðurinn Hernan Crespo skoraði úr frákasti frá skoti Esteban Cambiasso og þeir Julio Cruz og Ivan Cordoba innsigluðu sigur Inter.

Meistarar Inter hafa nú hlotið 14 stig úr fyrstu sex leikjum sínum - tveimur meira en Fiorentina sem vann granna sína Livorno 3-0 í gær.

Rómverjarnir eiga erfiðan leik fyrir höndum í vikunni þegar þeir heimsækja Manchester United á Old Trafford í Meistaradeildinni. Síðast þegar liðin mættust þar vann enska liðið eftirminnilegan 7-1 sigur og spurning hvort Rómverjarnir hafa verið farnir að hugsa eitthvað um það í tapinu gegn Inter í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×