Erlent

Norsk Hydro tengt mútuhneyksli í Líbíu

Guðjón Helgason skrifar

Framkvæmdastjóri Norsk Hydro er undir miklum þrýsingi vegna rannsóknar á mútumáli í Líbíu. Talið er að hundruð milljóna króna hafi skipt um hendur.

Grunur leikur á að olíuarmur Norsk Hydro hafi borgað jafnvirði nærri sjö hundruð milljóna íslenskra króna í mútugreiðslur vegna verkefna í Líbíu. Málið nær aftur til ársins 1999 og yfirtöku á fyrirtækinu Saga Petroleum sem síðar rann inn í StatoilHydro - en það fyrirtækið varð til í lok síðasta árs þegar norski olíurisinn Statoil og orkufyrirtækið Norsk Hydro sameinuðust um olíu- og gasboranir á grunnsævi.

Greiðslurnarer eiga að hafa verið inntar af hendi árin 2000 og 2001 sem hluti af samkomulagi við Saga fyrir yfirtökuna - en Saga hafi heitið greiðslum fyrir rannsóknarleyfi frá yfirvöldum í Líbíu. Frekari greiðslur munu ekki hafa verið inntar af hendi og ætluni að selja rannsóknarsvæðin í Líbíu en það ekki gengið eftir. Í fréttatilkynningu segir að það hafi verið mat Hydro í fyrra að óhætt væri að halda í þær þar sem lögum og reglum um viðskipti hefði verið breytt þannig í Líbíu að það samræmdist siðareglum Hydro.

Statoil-Hydro hafa nú óska eftir því að óháð rannsókn fari fram í málinu og bandarískt lögfræðifyrirtækið fengið til að annast hana.

Norska útvarpið greindi frá því í morgun að Eivind Reiten, framkvæmdastjóri Norsk Hydro og stjórnarformaður StatoilHydro, hafi vitað af vandanum með kaupin í Líbíu en talið hann leystann og því ekki aðhafst nokkuð í málinu. Telja því margir sérfróðir að honum verði illa sætt mikið lengur sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×