Íhugar einkarekin fangelsi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 4. október 2007 18:45 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill kanna þann möguleika að einkaaðilar byggi og reki nýtt fangelsi. Björn flutti ávarp á Kvíabryggju í gær í tilefni af því að fangelsið þar hefur verið endurgert og stækkað. Í ávarpinu rifjaði hann upp að nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu hefði verið á döfinni í fjóra áratugi og verði ekki lengur við það unað að menn láti sér nægja að býsnast yfir gamla hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Svo sagði Björn að eðlilegt væri: að skoðað yrði til hlítar, hvort ríkið ætti sjálft að standa að byggingu og rekstri hins nýja fangelsis. Hann sagði jafnframt: ekki óeðlilegt, að þeirri spurningu sé velt fyrir sér, hvort stofna eigi með samningi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fangelsa. Þegar fréttastofa hafði samband við ráðuneytið í dag og óskaði eftir viðtali við ráðherra um þessar hugmyndir vísaði hann - eins og oft áður - á heimasíðu sína. Guðmundur Gíslason forstöðumaður fangelsa á höfuðborgarsvæðinu skrifaði fyrir tveimur árum ítarlega grein um einkarekstur fangelsa út frá reynslu Englendinga af slíkum rekstri. Ríkisendurskoðunin enska taldi fyrir nokkrum árum að einkareksturinn hefði bætt ímynd og ástand í breskum fangelsismálum. Hins vegar var talinn misbrestur á öryggi einkareknu fangelsanna, starfsmannavelta væri meiri og hagræðing hefði falist í að fækka starfsfólki. Guðmundur kemst í grein sinni að þeirri niðurstöðu að einkarekstur fangelsa, eins og hann er í Bretlandi, samræmist illa íslensku starfsumhverfi. Fréttir Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill kanna þann möguleika að einkaaðilar byggi og reki nýtt fangelsi. Björn flutti ávarp á Kvíabryggju í gær í tilefni af því að fangelsið þar hefur verið endurgert og stækkað. Í ávarpinu rifjaði hann upp að nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu hefði verið á döfinni í fjóra áratugi og verði ekki lengur við það unað að menn láti sér nægja að býsnast yfir gamla hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Svo sagði Björn að eðlilegt væri: að skoðað yrði til hlítar, hvort ríkið ætti sjálft að standa að byggingu og rekstri hins nýja fangelsis. Hann sagði jafnframt: ekki óeðlilegt, að þeirri spurningu sé velt fyrir sér, hvort stofna eigi með samningi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fangelsa. Þegar fréttastofa hafði samband við ráðuneytið í dag og óskaði eftir viðtali við ráðherra um þessar hugmyndir vísaði hann - eins og oft áður - á heimasíðu sína. Guðmundur Gíslason forstöðumaður fangelsa á höfuðborgarsvæðinu skrifaði fyrir tveimur árum ítarlega grein um einkarekstur fangelsa út frá reynslu Englendinga af slíkum rekstri. Ríkisendurskoðunin enska taldi fyrir nokkrum árum að einkareksturinn hefði bætt ímynd og ástand í breskum fangelsismálum. Hins vegar var talinn misbrestur á öryggi einkareknu fangelsanna, starfsmannavelta væri meiri og hagræðing hefði falist í að fækka starfsfólki. Guðmundur kemst í grein sinni að þeirri niðurstöðu að einkarekstur fangelsa, eins og hann er í Bretlandi, samræmist illa íslensku starfsumhverfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira