Fótbolti

Fimm Ítalir tilnefndir hjá FIFA

Cannavaro þótti bestur á síðasta ári
Cannavaro þótti bestur á síðasta ári NordicPhotos/GettyImages

Heimsmeistarar Ítala í knattspyrnu eiga flesta fulltrúa á lista FIFA yfir þá sem tilnefndir eru sem knattspyrnumenn ársins. England og Frakkland eiga fjóra fulltrúa.

Leikmaður ársins hjá FIFA í fyrra, Fabio Cannavaro, er aftur tilnefndur. Auk hans eru þeir Gianluigi Buffon, Alessandro Nesta, Andrea Pirlo og Gennaro Gattuso tilnefndir frá Ítalíu.

Steven Gerrard, Frank Lampard, Wayne Rooney og John Terry eru tilnefndir frá Englandi og þeir Thierry Henry, Franck Ribery, Lilian Thuram og Patrick Vieira eru tilnefndir frá Frakklandi.

Handhafi verðlaunanna árin 2004 og 2005, Ronaldinho frá Brasilíu, er enn og aftur á listanum þrátt fyrir að hafa ekki átt sína bestu leiktíð. Hann er þar ásamt löndum sínum Kaka og Juninho. Kaka hefur þegar verið útnefndur knatttspyrnumaður ársins hjá samtökum atvinnuknattspyrnumanna og verður að teljast ansi líklegur til að hreppa verðlaun FIFA í ár.

Þessir eru tilnefndir sem knattspyrnumenn ársins hjá FIFA:

Gianluigi Buffon (Ítalíu), Fabio Cannavaro (Ítalíu), Petr Cech (Tékkland), Cristiano Ronaldo (Portúgal), Deco (Portúgal), Didier Drogba (Fílabeinsströndinni), Michael Essien (Ghana), Samuel Eto'o (Kamerún), Gennaro Gattuso (Ítalíu), Steven Gerrard (Englandi), Thierry Henry (Frakklandi), Juninho (Brasilíu), Káka (Brasilíu), Miroslav Klose (Þýskalandi), Philipp Lahm (Þýskalandi), Frank Lampard (Englandi), Rafael Marquez (Mexíkó), Lionel Messi (Argentínu), Alessandro Nesta (Ítalíu), Andrea Pirlo (Ítalíu), Franck Ribery (Frakklandi), Juan Roman Riquelme (Argentínu), Ronaldinho (Brasilíu), Wayne Rooney (Englandi), John Terry (Englandi), Carlos Tévez (Argentínu), Lilian Thuram (Frakklandi), Fernando Torres (Spáni), Ruud van Nistelrooy (Hollandi), Patrick Vieira (Frakklandi).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×