Erlent

Þrír fá Nóbelsverðlaun í hagfræði

Frá Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar.
Frá Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar. MYND/365

Bandaríkjamennirnir Leonid Hurwicz, Eric Maskin og Roger Myerson fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár. Frá þessu greindi sænska nóbelsakademían í morgun. Verðlaunin fá þremenningarnir fyrir að hafa lagt grundvöllinn að kenningu um kerfisskipulagningu markaða.

Í yfirlýsingu frá sænsku akademíunni kemur fram að kenning þremenninganna hafi aukið skilning hagfræðinga á eðli markaða og hvernig hægt er að greina þá. Þá segir ennfremur að kenningin um kerfisskipulagningu markaða leiki stórt hlutverk á mörgum sviðum hagfræðinnar og hafi einnig haft áhrif á stjórnmálafræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×