Viðræður Alessandro del Piero við stjórnarmenn Juventus þokast hægt áfram. Del Piero er kominn af sínu léttasta skeiði en vill alls ekki taka á sig launalækkun. Þá ber hann fram kröfur sem menn eru ekki ánægður með.
Del Piero krefst þess að einkaþjálfari hans, Giovanni Vaglini, verði tekinn inn í þjálfaralið Juventus. Þannig geti hann unnið með honum á æfingum félagsins.
Claudio Ranieri, þjálfari liðsins, er ekki alveg sáttur við þessar kröfur og segir að allir leikmenn eigi að sitja við sama borð á æfingasvæðinu.