Vilja ekki að Dalai Lama fái orðu Guðjón Helgason skrifar 16. október 2007 13:52 Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt. Á meðan þing kínverska kommúnistaflokksins stendur nú sem hæst - en það er haldið á fimm ára fresti - blandar Dalai Lama geði við áhrifamenn í Washington. Trúarleiðtoginn aldni flúði frá Tíbet í Himalaya-fjöllum árið 1959, eftir misheppnaða uppreisn gegn kínverskum yfirráðum, og meira en hundrað og tuttugu þúsund flóttamenn fylgdu honum til Indlands. Kínverjar segja hann pólitískan útlaga sem vilji kljúfa Tíbet frá Kína. Dalai Lama fékk friaðrverðlaun Nóbels árið 1989 og á morgun fær hann gullorða bandaríska þingsins, en það er æðsta borgaralega viðurkenning landsins. Kínverjar eru sármóðgaðir og segja þarna verið að hlutast til um innanríkismál Kína. Ráðamenn í Peking vilja að orðuveitingin fari ekki fram og að fundi trúarleiðtogans með George Bush, Bandaríkjaforseta, í Hvíta húisinu í dag verði þegar aflýst. Bandaríkjaforseti ætlar að vera viðstaddur orðuveitinguna og verður það þá í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkjanna kemur fram opinberlega með Dalai Lama. Dalai Lama virðist auðfúsugestur nærri hvar sem er í heiminum og í hvert sinn sem hann stígur fæti niðru utan Tíbet rísa Kínverjar upp og fordæma gestrisni í hans garð. Í síðasta mánuði átti hann fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og mótmæltu ráðamenn í Peking því harðlega. Fyrr á þessu ári fékk hann heiðurborgararétt í Kanada og því var einnig afar illa tekið. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt. Á meðan þing kínverska kommúnistaflokksins stendur nú sem hæst - en það er haldið á fimm ára fresti - blandar Dalai Lama geði við áhrifamenn í Washington. Trúarleiðtoginn aldni flúði frá Tíbet í Himalaya-fjöllum árið 1959, eftir misheppnaða uppreisn gegn kínverskum yfirráðum, og meira en hundrað og tuttugu þúsund flóttamenn fylgdu honum til Indlands. Kínverjar segja hann pólitískan útlaga sem vilji kljúfa Tíbet frá Kína. Dalai Lama fékk friaðrverðlaun Nóbels árið 1989 og á morgun fær hann gullorða bandaríska þingsins, en það er æðsta borgaralega viðurkenning landsins. Kínverjar eru sármóðgaðir og segja þarna verið að hlutast til um innanríkismál Kína. Ráðamenn í Peking vilja að orðuveitingin fari ekki fram og að fundi trúarleiðtogans með George Bush, Bandaríkjaforseta, í Hvíta húisinu í dag verði þegar aflýst. Bandaríkjaforseti ætlar að vera viðstaddur orðuveitinguna og verður það þá í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkjanna kemur fram opinberlega með Dalai Lama. Dalai Lama virðist auðfúsugestur nærri hvar sem er í heiminum og í hvert sinn sem hann stígur fæti niðru utan Tíbet rísa Kínverjar upp og fordæma gestrisni í hans garð. Í síðasta mánuði átti hann fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og mótmæltu ráðamenn í Peking því harðlega. Fyrr á þessu ári fékk hann heiðurborgararétt í Kanada og því var einnig afar illa tekið.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira