Sóknarmaðurinn Alessandro Del Piero hefur skrifað undir nýjan samning við ítalska liðið Juventus. Gildir samningurinn til ársins 2010. Samningaviðræðurnar hafa staðið yfir í marga mánuði og um tíma virtust endar ekki ætla að ná saman.
Stjórn Juventus sýndi þó mikinn vilja til að ná nýjum samningi við leikmanninn. Del Piero ákvað á endanum að taka á sig 20% launalækkun og segist ánægður með nýja samninginn.