Körfubolti

Haukar og Grindavík með fullt hús

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiffany Roberson skoraði 21 stig og tók nítján fráköst fyrir Grindavík í kvöld.
Tiffany Roberson skoraði 21 stig og tók nítján fráköst fyrir Grindavík í kvöld. Mynd/Daníel

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Haukar, Grindavík og KR unnu sína leiki en Haukar og Grindavík eru á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Haukar unnu fimmtán stiga sigur á Fjölni, 76-61. Kiera Hardy var stigahæst hjá Íslandsmeisturunum með 23 stig og Unnur Tara Jónsdóttir var með 21 stig.

Hjá Fjölni var Birna Eiríksdóttir stigahæst með fimmtán stig en Slavica Dimovska kom næst með tólf stig. Hún tók einnig ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar og var því með þrefalda tvennu.

Grindavík fór heldur létt með Val, 88-47. Tiffany Roberson gerði 21 stig fyrir Grindavík og tók nítján fráköst. Joanna Skiba gerði sextán stig og gaf tíu stoðsendingar.

Hafdís Helgadóttir gerði sextán stig fyrir Val og Kristjána Magnúsdóttir tíu. 

Þá vann KR sigur á Hamar, 84-60. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×