Detroit Pistons varð fyrir áfalli í nótt þegar nýliði liðsins, leikstjórnandinn Rodney Stuckey, handarbrotnaði í 104-85 sigri á Washington á undirbúningstímabilinu.
Stuckey var valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins í sumar og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fínan leik, þar sem honum hefur verið líkt við aðalleikstjórnanda liðsins Chauncey Billups. Stuckey mun væntanlega missa af nokkrum vikum í byrjun tímabilsins vegna þessa - en deildarkeppnin hefst eftir helgi.
Úrslitin á undirbúningstímabilinu í nótt:
Detroit 104 - Washington 85
New York 103 - Philadelphia 90
New Orleans 98 - Atlanta 107
Memphis 96 - Houston 90
Portland 109 - Seattle 107
LA Clippers 92 - Sacramento 90