Vantar erlenda banka á Íslandi Guðjón Helgason skrifar 28. október 2007 18:47 Einkavæðing bankanna hefur mistekist og skilað mun meiri vaxtamun hér en annar staðar í heiminum. Þetta segir Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, og telur að tilkoma erlendra banka á Íslandi myndi laga stöðuna. Þorvaldur segir tilgang einkavæðingar að viðskiptavinir njóti góðs af aukinni hagkvæmni - útlánsvextir lækki og innlánsvextir hækki. Alþjóðlegar tölur sýni hins vegar að vaxtamunur á Íslandi hafi aukist. Margir bankar hafi verið einkavæddir víða um heim og þar hafi þess verið gætt að samkeppni yrði meiri til að tryggja hag viðskiptavina. Erlendum bönkum hafi verið boðið í baráttuna - ekki síst í Austur-Evrópu. Þorvaldur segir þess ekki hafa verið gætt hér. Einkavæðingin hafi ekki verið vel útfærð og mistekist að því er varði að bakanir hafi vissulega verið færðir úr eigu ríkis í einkaeign - eins og hafi verið nauðsynlegt - en þess ekki gætt um leið að tryggja harða samkeppni á bankamarkaði. Bankarnir þurfi að vísu að keppa hver við annan heima, en þeir þurfi ekki að keppa við erlenda banka á Íslandi. Þess vegna komist þeir upp með að taka svo háa vexti í útlánum sem þeir geri. Þorvaldur segir nauðsynlegt að helypa útlendum bönkum í baráttuna hér. Maður sem gangi niður götuna í Björgvin í Noregi sjái skilti frá Glitni - íslenskur banki að keppa við norska banka um hylli norskra viðskiptavina. Skilti Kaupþings hangi í Stokkhólmi og öðrum sænskum borgum og þannig eigi það að vera. Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Einkavæðing bankanna hefur mistekist og skilað mun meiri vaxtamun hér en annar staðar í heiminum. Þetta segir Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, og telur að tilkoma erlendra banka á Íslandi myndi laga stöðuna. Þorvaldur segir tilgang einkavæðingar að viðskiptavinir njóti góðs af aukinni hagkvæmni - útlánsvextir lækki og innlánsvextir hækki. Alþjóðlegar tölur sýni hins vegar að vaxtamunur á Íslandi hafi aukist. Margir bankar hafi verið einkavæddir víða um heim og þar hafi þess verið gætt að samkeppni yrði meiri til að tryggja hag viðskiptavina. Erlendum bönkum hafi verið boðið í baráttuna - ekki síst í Austur-Evrópu. Þorvaldur segir þess ekki hafa verið gætt hér. Einkavæðingin hafi ekki verið vel útfærð og mistekist að því er varði að bakanir hafi vissulega verið færðir úr eigu ríkis í einkaeign - eins og hafi verið nauðsynlegt - en þess ekki gætt um leið að tryggja harða samkeppni á bankamarkaði. Bankarnir þurfi að vísu að keppa hver við annan heima, en þeir þurfi ekki að keppa við erlenda banka á Íslandi. Þess vegna komist þeir upp með að taka svo háa vexti í útlánum sem þeir geri. Þorvaldur segir nauðsynlegt að helypa útlendum bönkum í baráttuna hér. Maður sem gangi niður götuna í Björgvin í Noregi sjái skilti frá Glitni - íslenskur banki að keppa við norska banka um hylli norskra viðskiptavina. Skilti Kaupþings hangi í Stokkhólmi og öðrum sænskum borgum og þannig eigi það að vera.
Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira