Fótbolti

Coco aftur í boltann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Francesco Coco.
Francesco Coco.

Francesco Coco hefur komið öllum á óvart með því að tilkynna að hann hyggist taka skóna úr hillunni. Þessi þrítugi leikmaður hætti knattspyrnuiðkun í sumar eftir að hafa glímt við erfið meiðsli hjá Inter.

Coco á sautján landsleiki að baki. Hann er mikið fyrir það að baða sig í sviðsljósinu og hefur lifað frægðarlífinu til fulls.

Hann hefur m.a. komið fram í ítölskum raunveruleikaþáttum og reynt að troða sér inn í kvikmyndir.

Nú hefur þessi vinstri bakvörður hinsvegar ákveðið að snúa aftur í fótboltann. „Þessi ákvörðun um að hætta í fótboltanum var tekin án mikillar umhugsunar. Fótbolti er mitt líf og ég vill aftur fara að starfa við það sem ég elska," sagði Coco.

„Draumurinn er að spila með AC Milan. Ég færi þangað ókeypis ef ég gæti," sagði Coco.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×