Viðskipti innlent

Eimskip selur fasteignir fyrir 18,8 milljarða

Eitt skipa Eimskips.
Eitt skipa Eimskips.

Eimskip hefur selt hluta fasteigna sinna í Kanada fyrir 305 milljónir kanadískra dala, jafnvirði 18,8 milljarða íslenskra króna. Andvirði sölunnar verður nýtt til að greiða niður skuldir. Kaupandi er fasteignafélagið Kingsett í Kanada sem unnið hefur með Eimskip, meðal annars að kaupum á fyrirtækjunum Atlas og Versacold.

Í tilkynningu frá Eimskipi kemur fram að félagið hafi undanfarið ár yfirtekið fyrirtækin Atlas og Versacold í Kanada, sem voru tvö af stærstu kæli- og frystigeymslufyrirtækjum í N - Ameríku og náð leiðandi stöðu í geymslu kæli- og frystivara með hátt í 200 kæli - og frystigeymslum í fimm heimsálfum.

Heildarkaupverð Atlas og Versacold nam rúmlega 1.800 milljónum kanadískra dala og sá Eimskip mikil tækifæri í rekstri þessara félaga og að

mikil verðmæti fólust í fasteignum þeirra. Samkvæmt alþjóðlega

matsfyrirtækinu CBRE er heildarverðmæti fasteigna félaganna um 1.600 til 1.700 milljónir dala, að því er segir í tilkynningu.

Eimskip hefur samtals gengið frá sölu á fasteignum fyrir 690 milljónir kanadískra dala, jafnvirði 42,5 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×