Tíu ára sigurganga Calzaghe á enda? 1. nóvember 2007 17:22 Calzaghe hefur haldið titli sínum lengur en nokkur annar boxari NordicPhotos/GettyImages Búast má við rosalegum bardaga á laugardagskvöldið þegar hinn ósigraði Joe Calzaghe frá Wales leggur WBO beltið sitt í yfirmillivigt undir gegn Dananum Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Kessler er enginn viðvaningur sjálfur, er ósigraður og handhafi WBA og WBC beltisins. Kessler er 28 ára gamall og er mikill rotari, hefur unnið 29 af 39 sigrum sínum á rothöggi. Calzaghe er hinsvegar orðinn 35 ára gamall og hefur haldið belti sínu í tíu ár. Hann viðurkennir að hann sé farinn að finna fyrir aldrinum og gaf það út á dögunum að hann ætlaði aðeins að berjast í ár í viðbót áður en hann leggur hanskana á hilluna. Daninn segir að aldursmunurinn muni hjálpa sér í bardaganum á laugardaginn, sem sýndur verður beint á Sýn. "Calzaghe hefur alltaf verið í einstöku formi og er alls ekki orðinn gamall, en hann er samt 35 ára og það gæti verið veikleiki hjá honum. Ég hef líka séð aðra veikleika hjá honum sem ég mun ekki gefa upp. Hann er frábær boxari en ég er yngri og beittari," sagði Daninn Kessler. Calzaghe hefur þó engar áhyggjur, enda er hann sá boxari í heiminum sem lengst hefur haldið titli sínum. Hann hefur varið titil sinn 21 sinni á þessum tíu árum. Hann neitar því að hafa átt við meiðsli að stríða á höndum undanfarið eins og oft á ferlinum. "Ég er búinn að vera í vandræðum með handameiðsli síðan ég var 14 ára gamall en þær eru í lagi núna. Ég hef æft vel svo ég er rólegur og tilbúinn í slaginn. Það er alltaf vandamál að ná vigt reyndar, en ég er búinn að stjórna þyngdinni minni í 13 ár og það ætti því ekki að vefjast fyrir mér. Það er ljóst að ég þarf á öllu mínu að halda fyrir þennan bardaga líkt og þegar ég mætti Chris Eubank og Jeff Lacy. Ég er búinn með 12 vikna æfingabúðir og er í frábæru formi," sagði Calzaghe. Búist er við því að yfir 50,000 manns mæti á bardaga þeirra á Þúsaldarvellinum í Cardiff á laugardagskvöldið og þar af er reiknað með um þúsund áköfum Dönum sem ætla að styðja við bakið á Kessler. Bein útsending Sýnar frá bardaganum hefst laust fyrir klukkan 23 á laugardagskvöldið. Box Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Sjá meira
Búast má við rosalegum bardaga á laugardagskvöldið þegar hinn ósigraði Joe Calzaghe frá Wales leggur WBO beltið sitt í yfirmillivigt undir gegn Dananum Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Kessler er enginn viðvaningur sjálfur, er ósigraður og handhafi WBA og WBC beltisins. Kessler er 28 ára gamall og er mikill rotari, hefur unnið 29 af 39 sigrum sínum á rothöggi. Calzaghe er hinsvegar orðinn 35 ára gamall og hefur haldið belti sínu í tíu ár. Hann viðurkennir að hann sé farinn að finna fyrir aldrinum og gaf það út á dögunum að hann ætlaði aðeins að berjast í ár í viðbót áður en hann leggur hanskana á hilluna. Daninn segir að aldursmunurinn muni hjálpa sér í bardaganum á laugardaginn, sem sýndur verður beint á Sýn. "Calzaghe hefur alltaf verið í einstöku formi og er alls ekki orðinn gamall, en hann er samt 35 ára og það gæti verið veikleiki hjá honum. Ég hef líka séð aðra veikleika hjá honum sem ég mun ekki gefa upp. Hann er frábær boxari en ég er yngri og beittari," sagði Daninn Kessler. Calzaghe hefur þó engar áhyggjur, enda er hann sá boxari í heiminum sem lengst hefur haldið titli sínum. Hann hefur varið titil sinn 21 sinni á þessum tíu árum. Hann neitar því að hafa átt við meiðsli að stríða á höndum undanfarið eins og oft á ferlinum. "Ég er búinn að vera í vandræðum með handameiðsli síðan ég var 14 ára gamall en þær eru í lagi núna. Ég hef æft vel svo ég er rólegur og tilbúinn í slaginn. Það er alltaf vandamál að ná vigt reyndar, en ég er búinn að stjórna þyngdinni minni í 13 ár og það ætti því ekki að vefjast fyrir mér. Það er ljóst að ég þarf á öllu mínu að halda fyrir þennan bardaga líkt og þegar ég mætti Chris Eubank og Jeff Lacy. Ég er búinn með 12 vikna æfingabúðir og er í frábæru formi," sagði Calzaghe. Búist er við því að yfir 50,000 manns mæti á bardaga þeirra á Þúsaldarvellinum í Cardiff á laugardagskvöldið og þar af er reiknað með um þúsund áköfum Dönum sem ætla að styðja við bakið á Kessler. Bein útsending Sýnar frá bardaganum hefst laust fyrir klukkan 23 á laugardagskvöldið.
Box Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti