Fyrsti sigur Fjölnis í efstu deild kvenna frá upphafi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2007 18:08 Slavica Dimovska átti afar góðan leik fyrir Fjölni í dag. Mynd/Daníel Fjölnir vann í dag sögulegan sigur á Hamar í Hveragerði þegar liðið vann sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna í körfubolta í sögu félagsins. Leikar fóru 66-61, Fjölni í vil, en þetta var einnig í fyrsta skipti sem Gréta María Grétarsdóttir starfaði sem þjálfari liðsins en hún er einnig leikmaður þess. Slavica Dimovska átti stórleik fyrir Fjölni í dag en hún skoraði 30 stig og tók níu fráköst. Gréta kom næst með níu stig. Hjá Hamar var La K. Barkus stigahæst með 29 stig en hún tók þar að auki níu fráköst. Jóhanna Sveinsdóttir kom næst með sjö stig. Í hinum leik dagsins vann KR yfirburðasigur á Val, 93-57. Staðan í hálfleik var 56-31 en KR-liðið stakk af í lok hálfleiksins. Monique Martin skoraði 41 stig fyrir KR og tók þar að auki átján fráköst. Hildur Sigurðardóttir náði þrefaldri tvennu er hún skoraði fimmtán stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Signý Hermansdóttir gerði slíkt hið sama hjá Val. Hún skoraði 20 stig, vann tólf fráköst og varði ellefu skot. Næstar hjá KR komu þær Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir með tólf stig og Sigrún Ámundadóttir með ellefu. Yfirburðir KR í leiknum voru miklir en til marks um það tók liðið 66 fráköst, gegn 37 hjá Val. Dominos-deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Sjá meira
Fjölnir vann í dag sögulegan sigur á Hamar í Hveragerði þegar liðið vann sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna í körfubolta í sögu félagsins. Leikar fóru 66-61, Fjölni í vil, en þetta var einnig í fyrsta skipti sem Gréta María Grétarsdóttir starfaði sem þjálfari liðsins en hún er einnig leikmaður þess. Slavica Dimovska átti stórleik fyrir Fjölni í dag en hún skoraði 30 stig og tók níu fráköst. Gréta kom næst með níu stig. Hjá Hamar var La K. Barkus stigahæst með 29 stig en hún tók þar að auki níu fráköst. Jóhanna Sveinsdóttir kom næst með sjö stig. Í hinum leik dagsins vann KR yfirburðasigur á Val, 93-57. Staðan í hálfleik var 56-31 en KR-liðið stakk af í lok hálfleiksins. Monique Martin skoraði 41 stig fyrir KR og tók þar að auki átján fráköst. Hildur Sigurðardóttir náði þrefaldri tvennu er hún skoraði fimmtán stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Signý Hermansdóttir gerði slíkt hið sama hjá Val. Hún skoraði 20 stig, vann tólf fráköst og varði ellefu skot. Næstar hjá KR komu þær Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir með tólf stig og Sigrún Ámundadóttir með ellefu. Yfirburðir KR í leiknum voru miklir en til marks um það tók liðið 66 fráköst, gegn 37 hjá Val.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Sjá meira