Loksins sigur hjá Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2007 10:31 Jason Williams fer framhjá David Lee í nótt. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat vann í nótt sinn fyrsta leik í NBA-deildinni á tímabilinu er liðið vann New York Knicks, 75-72. Þetta er fyrsti sigur liðsins síðan það vann Indiana Pacers í apríl síðastliðnum en liðið tapaði 4-0 fyrir Chicago Bulls í úrslitakeppninni í vor og tapaði fimm fyrstu leikjunum á tímabilinu. Heat vann heldur ekki einn einasta leik á undirbúningstímabilinu. Jason Williams skoraði gríðarlega mikilvæga körfu þegar nítján sekúndur voru til leiksloka og kom Miami yfir, 73-72, en New York var með þriggja stiga forystu þegar tvær mínútur voru til leiksloka, 72-69. Williams innsiglaði svo sigurinn með því að nýta bæði vítaköstin sín þegar níu sekúndur voru til leiksloka. Stephon Marbury reyndi að jafna metin með þriggja stiga skoti í blálokin en missti marks. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur," sagði Shaquille O'Neal eftir leik. Hann skoraði fjórtán stig í leiknum og var með níu fráköst. Williams var stigahæstur með sautján stig og Udonis Haslem með sextán en hann tók jafn mörg fráköst. Hjá New York var Eddy Curry stigahæstur með nítján stig en þeir Marbury og David Lee komu næstir með fjórtán stig. Lee tók einnig fjórtán fráköst og Marbury gaf sex stoðsendingar. Dwyane Wade er enn frá vegna meiðsla og lék því ekki með Miami í nótt né heldur Zach Randolph með New York en amma hans féll frá á dögunum. Isiah Thomas, þjálfari New York, sagði fyrir leik að hann vissi ekki hvenær Randolph myndi spila með liðinu á nýjan leik. Yao Ming og Tracy McGrady voru öflugir með Houston í nótt.Nordic Photos / Getty Images San Antonio og Houston öflug Boston er enn eina taplausa liðið í deildinni en tvö lið hafa unnið sex leiki til þessa og aðeins tapað einum. Það eru San Antonio, sem vann Milwaukee í nótt, 113-88, og Houston Rockets. Houston vann Charlotte Bobcats, 85-82. Yao Ming var sjóðheitur með Houston í nótt og skoraði 34 stig, þar af tvö úr vítaköstum þegar 20 sekúndur foru til leiksloka. Charlotte var með frumkvæðið lengst af í síðari hálfleik en Yao kom Houston yfir með áðurnefndum vítaköstum. Mike James innsiglaði svo sigurinn með tveimur vítaköstum í blálokin. Tracy McGrady var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 26 stigum í síðasta leikhlutanum. Matt Carroll skoraði sautján stig fyrir Charlotte og þeir Jason Richardson og Raymond Felton voru með sextán stig hvor. San Antonio lenti í engum vandræðum með Milwaukee sem var aðeins annað tveggja liða í deildinni sem vann allar sínar viðureignir sínar gegn San Antonio í deildakeppninni á síðustu leiktíð. Forysta San Antonio var mest 40 stig í leiknum en Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn og skoraði 21 stig þrátt fyrir að hann byrjaði á bekknum. Mo Williams skoraði sautján stig fyrir Milwaukee. Zydrunas Ilgauskas átti stórleik með Cleveland gegn LA Clippers.Nordic Photos / Getty Images Ilgauskas stal senunni Cleveland vann LA Clippers á útivelli, 103-95, í nótt. LeBron James átti góðan leik með Cleveland og skoraði 22 stig en Zydrunas Ilgauskas stal senunni og skoraði 25 stig í leiknum. Drew Gooden bætti við átján stigum og tók sautján fráköst. Clippers var með undirtökin í leiknum en fóru illa með forskotið undir lok leiksins. Engu að síður tókst liðinu að innbyrða sigurinn. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers sem tapaði sínum öðrum leik í röð eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á tímabilinu. Corey Maggette bætti við 25 stig og tók ellefu fráköst. New Orleans Hornets vann í nótt góðan sigur á Philadelphia, 93-72, eftir tvo tapleiki í röð. Tveir góðir sprettir fóru langt með að tryggja liðinu sigur, bæði 11-2 sprettur undir lok fyrri hálflleiks og 12-0 sprettur í þriðja leikhluta. David West og Chris Paul skoruðu sextán stig hjá New Orleans en hjá Philadelphia var Andre Iguodala stigahæstur með sautján stig. Richard Hamilton reynir hér að skjóta að körfunni en Nick Collison er honum til varnar.Nordic Photos / Getty Images 0-7 hjá Seattle Richard Hamilton skoraði 32 stig í sigri Detroit Pistons á Seattle SuperSonics, 107-103. Góðir leikkaflar í upphafi leiks og undir lok hans dugði Detroit til að tryggja sér sigurinn. Seattle er enn án sigurs eftir sjö leiki í deildinni og er það versta byrjun liðsins frá upphafi. Detroit var með góða forystu í fyrri hálfleik og var hún mest 23 stig. En Seattle tókst að jafna metin þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka, 99-99. En nær komst liðið ekki og Detroit tók af skarið undir lokin. Kevin Durant skoraði nítján stig fyrir Seattle og Jeff Green bætti við sautján. Að síðustu vann Washington sinn fyrsta leik á tímabilinu með því að leggja Atlanta Hawks að velli, 101-90. Antawn Jamison og Caron Butler voru lykilmennirnir að sigri Washington en þeir skoruðu samtals 47 stig í leiknum. Butler ver með 23 stig og Jamison bætti við 23 og tók þar að auki fimmtán fráköst. Gilbert Arenas var með átján stig í leiknum. Josh Smith var stigahæstur hjá Atlanta með 23 stig. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Miami Heat vann í nótt sinn fyrsta leik í NBA-deildinni á tímabilinu er liðið vann New York Knicks, 75-72. Þetta er fyrsti sigur liðsins síðan það vann Indiana Pacers í apríl síðastliðnum en liðið tapaði 4-0 fyrir Chicago Bulls í úrslitakeppninni í vor og tapaði fimm fyrstu leikjunum á tímabilinu. Heat vann heldur ekki einn einasta leik á undirbúningstímabilinu. Jason Williams skoraði gríðarlega mikilvæga körfu þegar nítján sekúndur voru til leiksloka og kom Miami yfir, 73-72, en New York var með þriggja stiga forystu þegar tvær mínútur voru til leiksloka, 72-69. Williams innsiglaði svo sigurinn með því að nýta bæði vítaköstin sín þegar níu sekúndur voru til leiksloka. Stephon Marbury reyndi að jafna metin með þriggja stiga skoti í blálokin en missti marks. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur," sagði Shaquille O'Neal eftir leik. Hann skoraði fjórtán stig í leiknum og var með níu fráköst. Williams var stigahæstur með sautján stig og Udonis Haslem með sextán en hann tók jafn mörg fráköst. Hjá New York var Eddy Curry stigahæstur með nítján stig en þeir Marbury og David Lee komu næstir með fjórtán stig. Lee tók einnig fjórtán fráköst og Marbury gaf sex stoðsendingar. Dwyane Wade er enn frá vegna meiðsla og lék því ekki með Miami í nótt né heldur Zach Randolph með New York en amma hans féll frá á dögunum. Isiah Thomas, þjálfari New York, sagði fyrir leik að hann vissi ekki hvenær Randolph myndi spila með liðinu á nýjan leik. Yao Ming og Tracy McGrady voru öflugir með Houston í nótt.Nordic Photos / Getty Images San Antonio og Houston öflug Boston er enn eina taplausa liðið í deildinni en tvö lið hafa unnið sex leiki til þessa og aðeins tapað einum. Það eru San Antonio, sem vann Milwaukee í nótt, 113-88, og Houston Rockets. Houston vann Charlotte Bobcats, 85-82. Yao Ming var sjóðheitur með Houston í nótt og skoraði 34 stig, þar af tvö úr vítaköstum þegar 20 sekúndur foru til leiksloka. Charlotte var með frumkvæðið lengst af í síðari hálfleik en Yao kom Houston yfir með áðurnefndum vítaköstum. Mike James innsiglaði svo sigurinn með tveimur vítaköstum í blálokin. Tracy McGrady var einnig öflugur og skoraði tólf af sínum 26 stigum í síðasta leikhlutanum. Matt Carroll skoraði sautján stig fyrir Charlotte og þeir Jason Richardson og Raymond Felton voru með sextán stig hvor. San Antonio lenti í engum vandræðum með Milwaukee sem var aðeins annað tveggja liða í deildinni sem vann allar sínar viðureignir sínar gegn San Antonio í deildakeppninni á síðustu leiktíð. Forysta San Antonio var mest 40 stig í leiknum en Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn og skoraði 21 stig þrátt fyrir að hann byrjaði á bekknum. Mo Williams skoraði sautján stig fyrir Milwaukee. Zydrunas Ilgauskas átti stórleik með Cleveland gegn LA Clippers.Nordic Photos / Getty Images Ilgauskas stal senunni Cleveland vann LA Clippers á útivelli, 103-95, í nótt. LeBron James átti góðan leik með Cleveland og skoraði 22 stig en Zydrunas Ilgauskas stal senunni og skoraði 25 stig í leiknum. Drew Gooden bætti við átján stigum og tók sautján fráköst. Clippers var með undirtökin í leiknum en fóru illa með forskotið undir lok leiksins. Engu að síður tókst liðinu að innbyrða sigurinn. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers sem tapaði sínum öðrum leik í röð eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á tímabilinu. Corey Maggette bætti við 25 stig og tók ellefu fráköst. New Orleans Hornets vann í nótt góðan sigur á Philadelphia, 93-72, eftir tvo tapleiki í röð. Tveir góðir sprettir fóru langt með að tryggja liðinu sigur, bæði 11-2 sprettur undir lok fyrri hálflleiks og 12-0 sprettur í þriðja leikhluta. David West og Chris Paul skoruðu sextán stig hjá New Orleans en hjá Philadelphia var Andre Iguodala stigahæstur með sautján stig. Richard Hamilton reynir hér að skjóta að körfunni en Nick Collison er honum til varnar.Nordic Photos / Getty Images 0-7 hjá Seattle Richard Hamilton skoraði 32 stig í sigri Detroit Pistons á Seattle SuperSonics, 107-103. Góðir leikkaflar í upphafi leiks og undir lok hans dugði Detroit til að tryggja sér sigurinn. Seattle er enn án sigurs eftir sjö leiki í deildinni og er það versta byrjun liðsins frá upphafi. Detroit var með góða forystu í fyrri hálfleik og var hún mest 23 stig. En Seattle tókst að jafna metin þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka, 99-99. En nær komst liðið ekki og Detroit tók af skarið undir lokin. Kevin Durant skoraði nítján stig fyrir Seattle og Jeff Green bætti við sautján. Að síðustu vann Washington sinn fyrsta leik á tímabilinu með því að leggja Atlanta Hawks að velli, 101-90. Antawn Jamison og Caron Butler voru lykilmennirnir að sigri Washington en þeir skoruðu samtals 47 stig í leiknum. Butler ver með 23 stig og Jamison bætti við 23 og tók þar að auki fimmtán fráköst. Gilbert Arenas var með átján stig í leiknum. Josh Smith var stigahæstur hjá Atlanta með 23 stig.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn