Undirvagninn vandamálið Guðjón Helgason skrifar 16. nóvember 2007 19:10 MYND/Teknikens Värld Toyota í Evrópu hefur fyrirskipað að sölu á Hilux pallbíl fyrirtækisins á 16 tommu dekkjum verði hætt í allri álfunni. Bíllinn valt næstum í elgsprófi. Ritstjóri sænsks bílablaðs sem gerði prófið segir dekkin ekki vandamálið heldur undirvagninn. Það var sænska bílablaðið Teknikens Värld sem gerði elgsprófið á sex pallbílategundum. Bílunum var ekið á innan við sextíu kílómetra hraða og síðan snarbeygt til að vikja undan aðvífandi hættu - svo sem eins og elg á miðjum veginum. Mitsubishi L tvö hundruð kom best út úr prófinu en Toyota Hilux verst. Sama próf kom illa út fyrir A-bíl Mercedes Benz fyrir tíu árum og endurbætur þá gerðar á þeim bílum eftir að sala á þeim hrundi. Að sögn Kristins G. Bjarnasonar hjá Toyota á Íslandi gerðu Toyota í Evrópu og Japan prófanir á bílnum og að sögn hans fengu þeir ekki bílinn til að hegða sér með sama hætti og Teknikens Värld í þeirra prófi. Þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að hætta að selja bílinn á sextán tommu dekkjum því bíllinn hafi ekki hegðað sér sem skyldi. Á fimmtán tommu dekkjum skapist engin hætta. Kristinn segir Toyota Hilux bíla sem seldir séu á Íslandi alla með fimmtán tommu dekkjum - sextán tommu dekkin séu aukabúnaður. Formlegrar tilkynningar vegna málsins frá höfuðstöðvum Toyota sé að vænta á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar tvö hafði samband við Daniel Frodin, ritstjóra Teknikens Värld. Þær upplýsingar fengust hjá honum að dekkin og breidd þeirra væri ekki vandamálið heldur undirvagn Hiluxins. Hann sé ekki rétt hannaður. Þetta sé alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á. Hægt sé aðs etja rafeindastýrðan jafnvægisbúnað í bílana - en Toyota Hilux er einn af fáum nýjum bílum án hans. Einnig segir Frodin hægt að endurhanna undirvagninn. Hilux bílar njóta vinsælda á Íslandi sem og annars staðar. Um sjö hundruð og fimmtíu slíkir eru nú á íslenskum götum. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Toyota í Evrópu hefur fyrirskipað að sölu á Hilux pallbíl fyrirtækisins á 16 tommu dekkjum verði hætt í allri álfunni. Bíllinn valt næstum í elgsprófi. Ritstjóri sænsks bílablaðs sem gerði prófið segir dekkin ekki vandamálið heldur undirvagninn. Það var sænska bílablaðið Teknikens Värld sem gerði elgsprófið á sex pallbílategundum. Bílunum var ekið á innan við sextíu kílómetra hraða og síðan snarbeygt til að vikja undan aðvífandi hættu - svo sem eins og elg á miðjum veginum. Mitsubishi L tvö hundruð kom best út úr prófinu en Toyota Hilux verst. Sama próf kom illa út fyrir A-bíl Mercedes Benz fyrir tíu árum og endurbætur þá gerðar á þeim bílum eftir að sala á þeim hrundi. Að sögn Kristins G. Bjarnasonar hjá Toyota á Íslandi gerðu Toyota í Evrópu og Japan prófanir á bílnum og að sögn hans fengu þeir ekki bílinn til að hegða sér með sama hætti og Teknikens Värld í þeirra prófi. Þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að hætta að selja bílinn á sextán tommu dekkjum því bíllinn hafi ekki hegðað sér sem skyldi. Á fimmtán tommu dekkjum skapist engin hætta. Kristinn segir Toyota Hilux bíla sem seldir séu á Íslandi alla með fimmtán tommu dekkjum - sextán tommu dekkin séu aukabúnaður. Formlegrar tilkynningar vegna málsins frá höfuðstöðvum Toyota sé að vænta á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar tvö hafði samband við Daniel Frodin, ritstjóra Teknikens Värld. Þær upplýsingar fengust hjá honum að dekkin og breidd þeirra væri ekki vandamálið heldur undirvagn Hiluxins. Hann sé ekki rétt hannaður. Þetta sé alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á. Hægt sé aðs etja rafeindastýrðan jafnvægisbúnað í bílana - en Toyota Hilux er einn af fáum nýjum bílum án hans. Einnig segir Frodin hægt að endurhanna undirvagninn. Hilux bílar njóta vinsælda á Íslandi sem og annars staðar. Um sjö hundruð og fimmtíu slíkir eru nú á íslenskum götum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira