Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan féll undir 7.000 stigin

William Fall, forstjóri Straums, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður bankans. Gengi bréfa í félaginu féll um rúm fimm prósent í dag og hefur ekki verið lægra síðan í enda ágúst í fyrra.
William Fall, forstjóri Straums, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður bankans. Gengi bréfa í félaginu féll um rúm fimm prósent í dag og hefur ekki verið lægra síðan í enda ágúst í fyrra.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,63 prósent í Kauphöllinni í dag. Hún stendur í 6.955 stigum og hefur ekki verið jafn lág síðan seint í janúar. Gengi fjármálafyrirtækja hefur hríðfallið það sem af er dags, mest í Straumi og Exista en gengi beggja hefur fallið um rúm fimm prósent. Gengi Straums hefur ekki verið lægra síðan í ágúst á síðasta ári.

Markaðsverðmæti fjögurra fyrirtækja hefur aukist á sama tíma, mest í Atlantic Petroleum sem hefur hækkað um tæp fimmtán prósent. Gengi félagsins féll hins vegar um þrjátíu prósent í síðustu viku.

Fall Úrvalsvísitölunnar er talsvert meira en sem nemur lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag en hlutabréfavísitölur víða um heim hafa staðið á rauðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×