Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum hefur flugið á ný

Wilhelm Petersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum, sem hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag.
Wilhelm Petersen, forstjóri færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum, sem hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag.

Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur hækkað um rúm átta prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Þetta er annar hækkunardagur félagsins í Kauphöllinni eftir um næstum þriðjungslækkun í síðustu viku. Þá hefur gengið Straums hækkað í Kauphöllinni eftir að viðskipti hófust. Önnur félög hafa ýmist staðið í stað eða lækkað.

Gengi fjármálafyrirtækja hefur að mestu haldið áfram að lækka i dag. Mesta lækkunin er á gengi hins færeyska Eik banka, en það hefur farið niður um 1,9 prósent.

Úrvalsvísitalan tók snarpa dýfu við upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótt og hefur lækkað um 0,29 prósent. Vísitalan stendur í 6.936 stigum og hefur ekki verið lægri síðan seint í janúar. Þetta þýðir að vísitalan hefur hækkað um 8,2 prósent á árinu.

Vísitalan fór hæst í rúm 9.000 stig um miðjan júlí en hefur lækkað um tæpan þriðjung síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×