Viðskipti innlent

Viðsnúningur í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa eftir sem leið á morguninn og snéru flest fyrirtæki úr lækkanaferli í hækkun, ekki síst fjármálafyrirtækin, sem hafa hækkað lítillega eða staðið í stað.

Atlantic Petroleum hefur hækkað mest það sem af er dags, eða um 6,7 prósent en gengi landa þeirr hjá Eik banka lækkað mestu, um 1,74 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur sömuleiðis snúið til baka úr lækkun og hækkað um 0,4 prósent. Hún stendur í 6.984 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×