Viðskipti innlent

Mjög dró úr hagnaði Icebank

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank.
Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank. Mynd/Rósa

Hagnaður Icebank nam rúmum 64.8 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við rúma 4,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar rúmum 4,2 milljörðum króna samanborið við 6,2 milljarða á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.

Fram kemur í tilkynningu frá Icebank að verulega hafi dregið úr hagnaði á hlut á milli ára. Hann nam 0,06 krónum á þriðja ársfjórðungi samanborið við 6,42 krónur á hlut á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaðurinn 4,22 krónum á hlut á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 9,43 krónur á hlut í fyrra.

Þá segir í tilkynningunni að SPRON hafi vaxið mikið á fjórðungnum og bent á að heildareignir hafi vaxið um 80 milljarða króna, eða 68,7 prósent.

Þá námu jukust hreinar vaxtatekjur bankans um 66 prósent á milli ára á sama tíma og hagnaður af verðbréfaeign dróst saman um helming. Mestu munar um sveiflu á verðmæti eignarhlutar bankans í Existu.

Uppgjör Icebank






Fleiri fréttir

Sjá meira


×