Pirraðir og þreyttir á verkföllum Guðjón Helgason skrifar 20. nóvember 2007 18:45 Athafnalíf í Frakklandi var lamað í dag vegna verkfalla tug þúsunda opinberra starfsmanna. Almenningssamgöngur hafa verið skertar til muna síðustu vikuna. Sjúkrahús veita lágmarks umönnun og skólar eru lokaðir. Íslendingur sem býr í París segir borgarbúa þreytta og pirraða á ástandinu. Ástæða þessara umfangsmiklu aðgerða og mótmæla í dag eru áform Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna og fækka þeim um rúmlega 20 þúsund með því að ráða ekki í þær stöður sem losna. Almenningssamgöngur hafa að mestu legið niðri í viku. Nú bætast heilbrigðisstarfsmenn, kennarar, flugumferðastjórar og aðrir opinberir starfsmenn í hópinn - en þó aðeins í einn sólahring að öllu óbreyttu. Ari Allansson, kvikmyndagerðarmaður býr í París. Hann segir verkfall starfmanna almenningssamgöngufyrirtækja hafa haft tilfinnanleg áhrif. Það hafi tekið óratíma að komast milli staða með lestum og strætisvögnum sem þó hafi gengið síðustu daga. Sjálfur noti hann litla skellinöðru til að komast milli staða og því laus við þann vanda. Það sem valdi honum hins vegar vandræðum sé það að umferðin sé mun þyngri á vegum nú en áður þegar almenningssamgöngur séu ótruflaðar. Verkfall flugumferðastjóra hefur raskað flugumferð til og frá flugvöllunum tveimur í París og á flugvellinum í Marseilles. Ari segir vin sinn hafa verið á leið til Spánar og millilent í París í gær. Hann hafi ekki komist milli flugvalla vegna verkfallsins og misst af tengiflugi á hinum flugvellinum. Kannanir benda til þess að Sarkozy njóti stuðnings meirihluta Frakka en það gæti breyst. Ari segir flesta Parísarbúa og aðra Frakka miklu fremur pirraða og þreytta á ástandinu en að þeir taki afstöðu í deilunni. Það kunni þó að breytast dragist verkföll á langinn og ljóst verði að það þurfi að grípa til aðgerða. Erlent Fréttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Athafnalíf í Frakklandi var lamað í dag vegna verkfalla tug þúsunda opinberra starfsmanna. Almenningssamgöngur hafa verið skertar til muna síðustu vikuna. Sjúkrahús veita lágmarks umönnun og skólar eru lokaðir. Íslendingur sem býr í París segir borgarbúa þreytta og pirraða á ástandinu. Ástæða þessara umfangsmiklu aðgerða og mótmæla í dag eru áform Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna og fækka þeim um rúmlega 20 þúsund með því að ráða ekki í þær stöður sem losna. Almenningssamgöngur hafa að mestu legið niðri í viku. Nú bætast heilbrigðisstarfsmenn, kennarar, flugumferðastjórar og aðrir opinberir starfsmenn í hópinn - en þó aðeins í einn sólahring að öllu óbreyttu. Ari Allansson, kvikmyndagerðarmaður býr í París. Hann segir verkfall starfmanna almenningssamgöngufyrirtækja hafa haft tilfinnanleg áhrif. Það hafi tekið óratíma að komast milli staða með lestum og strætisvögnum sem þó hafi gengið síðustu daga. Sjálfur noti hann litla skellinöðru til að komast milli staða og því laus við þann vanda. Það sem valdi honum hins vegar vandræðum sé það að umferðin sé mun þyngri á vegum nú en áður þegar almenningssamgöngur séu ótruflaðar. Verkfall flugumferðastjóra hefur raskað flugumferð til og frá flugvöllunum tveimur í París og á flugvellinum í Marseilles. Ari segir vin sinn hafa verið á leið til Spánar og millilent í París í gær. Hann hafi ekki komist milli flugvalla vegna verkfallsins og misst af tengiflugi á hinum flugvellinum. Kannanir benda til þess að Sarkozy njóti stuðnings meirihluta Frakka en það gæti breyst. Ari segir flesta Parísarbúa og aðra Frakka miklu fremur pirraða og þreytta á ástandinu en að þeir taki afstöðu í deilunni. Það kunni þó að breytast dragist verkföll á langinn og ljóst verði að það þurfi að grípa til aðgerða.
Erlent Fréttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira