Viðskipti innlent

Hagnaður Spalar eykst milli ára

Við Hvalfjarðargöng.
Við Hvalfjarðargöng. Mynd/Pjetur
Spölur, sem rekur Hvalfjarðargöng, hagnaðist um 112 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, sem er síðasti fjórðungur ársins í bókum félagsins. Til samanburðar var hagnaður inn 153 milljónir króna á sama tíma í fyrra.

Í uppgjöri félagsins kemur fram að hagnaðurinn á síðasta rekstrarári nam 282 milljónum króna samanborið við einungis átta milljónir árið á undan.

Veggjald á árinu nam rétt rúmum einum milljarði króna miðað við 995 milljónir árið á undan.

Tæplega tvær milljónir ökutækja fór um göngin á síðasta rekstrarári og greiddu veggjald en það er níu prósenta aukning á milli ára. Það jafngildir því að 5.470 ökutæki hafi farið í gegn á degi hverjum.

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir í tilkynningu heildarafkoma vel í takt við áætlanir félagsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×