Viðskipti innlent

Atorka eignast tíu prósent í kínversku fyrirtæki

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku, sem hefur eignast tíu prósent í kínversku fyrirtæki sem framleiðir vatnshreinsilausnir.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku, sem hefur eignast tíu prósent í kínversku fyrirtæki sem framleiðir vatnshreinsilausnir. Mynd/Hörður

Atorka hefur eignast um tíu prósenta hlut í Asia Environment Holdings (AENV), sem framleiðir vatnshreinsilausnir í Kína. Kaupverð nemur 1,1 milljarði króna en þau hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Fyrirtækið er skráð í kauphöllina í Síngapúr.

Í tilkynningu frá Atorku kemur fram að fyrirtækið fjármagni kaupin með handbæru fé.

Þar segir ennfremur að AENV sérhæfi sig í heildarlausnum á sviði vatnshreinsuna allt frá framleiðslu á búnaði til reksturs og eignarhalds á vatnshreinsistöðvum og hefur nýlokið við uppbyggingu á 200.000 rúmmetra vatnshreinsistöð í Kína sem félagið mun eiga og reka næstu 20 árin.

Markaðsvirði fyrirtækisins er um 175 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 11 milljarða íslenskra króna. Það er skuldlaust með töluvert handbært fé og því með góða fjárhagslega stöðu til frekari vaxtar. Áætluð velta þess á næsta ári er um 80 milljónir dala.

Haft er eftir Magnúsi Jónssyni, forstjóra Atorku, að fjárfestingin sé í takt við fjárfestingarstefnu félagsins og sjái Atorka veruleg tækifæri á þessum markaði, þá sérstaklega í Asíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×