Viðskipti innlent

Exista leiðir hækkun í dag

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar í Existu, en gengi bréfa í félaginu leiðir hækkun í Kauphöllinni í dag.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar í Existu, en gengi bréfa í félaginu leiðir hækkun í Kauphöllinni í dag.

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í Kauphöllinni í dag. Exista leiðir hækkunina en gengi bréfa fyrirtækisins hækkaði um 2,9 prósent. Bréfin féllu hins vegar um 5,8 prósent í gær. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 25,28 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar á þessu ári.

Á hæla Existu fylgja SPRON, Atlantic Petroleum, Bakkavör og Föroya banki en gengi þeirra hefur hækkað um rúm eitt prósent.

Einungis gengi bréfa í 365 og FL Group hefur hins vegar lækkað á sama tíma.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,44 prósent og stendur vísitalan í 6.771 stigi. Hún hefur hækkað um 5,63 prósent frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×