Óráðin afstaða Sjálfstæðismanna 25. nóvember 2007 18:50 Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. REI-málið hefur marga anga og flókna. Samkrull opinbers félags og viðskiptahátta á einkamarkaði sprakk framan í stjórnmálamenn, meðal annars þegar upp komst um verðmæta kaupréttarsamninga opinberra starfsmanna. Enn einn angi óx á málið á föstudaginn þegar Júlíus Vifill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í fréttum RÚV að menn skyldu opnir fyrir því að REI keypti í öðrum fyrirtækjum vegna orkuverkefna. Iðnaðarráðherra og Björn Ingi Hrafnsson voru ekki seinir á sér og sökuðu Júlíus um algera kúvendingu í afstöðu sinni til REI. Júlíus hefur hafnað því og í dag segir hann í Fréttablaðinu, orðrétt: "Við höfum aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í áhættusamri útrás." Ekki er það alveg svo. Á sáttafundi Sjálfstæðismanna þann 8. október, sagði oddviti Júlíusar og sjálfstæðismanna, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að: "það er í raun ekki samræmanlegt að okkar áherslum að við séum að taka þátt í áhættusömum rekstri í fjarlægum löndum með einkaaðilum." Þremur dögum síðar, daginn sem meirihlutinn féll, ítrekaði Vilhjálmur þessa skoðun: "Þetta eru áhættusöm verkefni sem fara fram í, í Indónesíu eða í Slóvakíu, í Kína og annarsstaðar þannig að við teljum að þannig eigi ekki að verja fjármunum og við erum bara trúir okkar sannfæringu, stefnu okkar flokks sem að, að opinber fyrirtæki séu ekki í bullandi áhætturekstri." Og Júlíus sagði sjálfur í byrjun október: "Ég er ekki hlynntur því almennt að Orkuveitan sé að standa í samkeppnisrekstri. Það er ekki við hæfi, þetta er opinbert fyrirtæki í eigu sveitarfélaga." Fréttir Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. REI-málið hefur marga anga og flókna. Samkrull opinbers félags og viðskiptahátta á einkamarkaði sprakk framan í stjórnmálamenn, meðal annars þegar upp komst um verðmæta kaupréttarsamninga opinberra starfsmanna. Enn einn angi óx á málið á föstudaginn þegar Júlíus Vifill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í fréttum RÚV að menn skyldu opnir fyrir því að REI keypti í öðrum fyrirtækjum vegna orkuverkefna. Iðnaðarráðherra og Björn Ingi Hrafnsson voru ekki seinir á sér og sökuðu Júlíus um algera kúvendingu í afstöðu sinni til REI. Júlíus hefur hafnað því og í dag segir hann í Fréttablaðinu, orðrétt: "Við höfum aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í áhættusamri útrás." Ekki er það alveg svo. Á sáttafundi Sjálfstæðismanna þann 8. október, sagði oddviti Júlíusar og sjálfstæðismanna, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að: "það er í raun ekki samræmanlegt að okkar áherslum að við séum að taka þátt í áhættusömum rekstri í fjarlægum löndum með einkaaðilum." Þremur dögum síðar, daginn sem meirihlutinn féll, ítrekaði Vilhjálmur þessa skoðun: "Þetta eru áhættusöm verkefni sem fara fram í, í Indónesíu eða í Slóvakíu, í Kína og annarsstaðar þannig að við teljum að þannig eigi ekki að verja fjármunum og við erum bara trúir okkar sannfæringu, stefnu okkar flokks sem að, að opinber fyrirtæki séu ekki í bullandi áhætturekstri." Og Júlíus sagði sjálfur í byrjun október: "Ég er ekki hlynntur því almennt að Orkuveitan sé að standa í samkeppnisrekstri. Það er ekki við hæfi, þetta er opinbert fyrirtæki í eigu sveitarfélaga."
Fréttir Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira