Viðskipti innlent

Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Föroya banka hækkaði mest í Kauphöllinni í dag.
Gengi bréfa í Föroya banka hækkaði mest í Kauphöllinni í dag.

Gengi fjármálafyrirtækja var að mestu uppávið í Kauphöll Íslands í dag eftir næsta viðvarandi skell í síðustu viku. Gengi bréfa í hinum færeyska Föroya banka hækkaði mest, eða um 4,5 prósent. Á eftir fylgdu Icelandair og Eimskipafélagið. Á eftir þeim fylgdu bankar og fjármálafyrirtæki en gengi þeirra hækkað um tæp eitt til rúmra 2,4 prósenta. Gengi Eik banka lækkaði hins vegar mest í dag, eða um rúm 1,8 prósent.

Á eftir bankanum koma 365, FL Group, Marel og Atlantic Petroleum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,33 prósent og stendur hún í 6.842 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×