Viðskipti innlent

FL Group rauk upp í Kauphöllinni

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, en gengi bréfa í fyrirtækinu hækkaði um heil 3,76 prósent í Kauphöllinni í dag.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group, en gengi bréfa í fyrirtækinu hækkaði um heil 3,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í FL Group og SPRON rauk upp um tæp fjögur prósent í Kauphöllinni í dag í kjölfar talsverðrar lækkunar upp á síðkastið. Gengi flestra fyrirtækja hækkaði. Á sama tíma lækkaði gengi allra færeysku félaganna auk þess sem gengi 365 og Marels lækkaði í dag. Mest var lækkunin á gengi Föroya banka sem fór niður um 2,91 prósent.

Þetta er svipuð þróun og á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag.

Úrvalsvísitalan bætti við sig 1,24 prósentum og stendur hún í 6.896 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×