Íslensku leikmennirnir sem voru í eldlínunni með liðum sínum í Uefa keppninni í knattspyrnu í kvöld létu mikið að sér kveða. Ólafur Örn Bjarnason kom Brann á bragðið úr vítaspyrnu þegar liðið lagði Dinamo Zagreb að velli 2-1 og Ólafur Ingi Skúlason skoraði fyrsta mark Helsingborg þegar liðið skellti Austría frá Vín 3-0.
Ármann Smári Björnsson var á bekknum hjá Brann í kvöld og kom inn sem varamaður í uppbótartíma.
Nánar verður fjallað um öll úrslit í keppninni að leikjunum loknum síðar í kvöld.