Viðskipti innlent

Exista og Föroya Bank hækka um 3%

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stærstu hluthafarnir í Existu.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stærstu hluthafarnir í Existu.

Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hefur hækkað nokkuð við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og fór Úrvalsvísitalan yfir 7.000 stigin á ný . Bréf í Föroya banka og Existu hafa hækkað mest, eða um þrjú prósent. SPRON, Icelandair, Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing fylgja á eftir en gengi þeirra hefur hækkað á bilinu 1,5 til 2,5 prósent.

Einungis gengi bréfa í færeysku félögunum Atlantic Petroleum og Eik banka auk Marels hefur lækkað á sama tíma.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,54 prósent það sem af er dags og stendur hún í 7,001 stigi. Vísitalan stóð í 8.548 stigum 11. október síðastliðinn en tók þá að lækka nokkuð skarp og fór niður fyrir 7.000 stigin 20. þessa mánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×