Viðskipti innlent

SPRON og Exista ruku upp

Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON.
Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON. Mynd/Teitur

Gengi bréfa í SPRON hækkaði um rúm fimm prósent í Kauphöllinni í dag og fór í 11,44 krónur á hlut eftir að hafa staðið nærri 10 krónum fyrr í vikunni, sem er lægsta gengi félagsins síðan það var skráð á markað í október. Gengið er engu að síður rúmum fimmtíu prósentum undir upphafsgengi sínu.

Gengi annarra fjármálafyrirtækja og banka hækkað sömuleiðis um allt frá 0,6 prósentum til 3,4 prósent. Minnst hækkaði gengi bréfa í Össur, eða um 0,5 prósent en næstmest í Exista, sem fór upp um 3,4 prósent.

Einungis gengi bréfa í Eik banka og Marel lækkaði í dag.

Þróunin í Kauphöllinni hefur verið nokkuð í takti við uppsveifluna á erlendum hlutabréfamörkuðum í dag sem flestir hafa verið á uppleið frá miðri viku.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,28 prósent og stendur í 6.984 stigum en fór til skamms tíma í morgun yfir 7.000 stigin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×