Viðskipti innlent

Gengi FL Group hefur fallið um tæp 6%

Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Gengi bréfa í fyrirtækinu féll um rétt rúm fjögur prósent í dag.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Gengi bréfa í fyrirtækinu féll um rétt rúm fjögur prósent í dag.

Gengi hlutabréfa í FL Group stendur nú í 19,9 og hefur því lækkað um 5,02 prósent í morgun. Lægst fór það hins vegar í 19,3 krónur í síðustu viku. Verðmæti félagsins er nú 183,9 milljarðar, var í morgun 194.1 milljarðar og hefur því rýrnað um 10,2 milljarða frá því í morgun. Gengi fjárfestingafyrirtækja og banka hefur lækkað í dag að SPRON, Glitni og Eik banka undanskildum.

Athuga ber að viðskiptin að baki falli FL Group nema aðeins rúmlega 81 milljón kr. í 17 færslum frá því að markaðurinn opnaði í morgun.

Líkt og fyrri daginn hefur gengi flestra banka og fjárfestingafélaga lækkað í dag. Gengi bréf í SPRON hefur á sama tíma hækkað um 1,4 prósent, í Glitni um 0,2 prósent, hinum færeyska Eik banka um 0,2 prósent og Bakkavör um 0,17 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,57 prósent og stendur hún í 6.944 stigum. Hún fór undir 7.000 stigin seint í nóvember en rauf múrinn til skamms tíma á föstudag. Hæst fór vísitalan í 9.016 stig um miðjan júlí en dalað hratt eftir það.

Hlutabréfa FL Group hafa verið færð á Athugunarlista, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Eins og fram hefur komið á FL Group í viðræðum við þriðja aðila til að efla stoðir félagsins en Fréttablaðið segir í dag að Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri FL Group, muni taka við forstjórastólnum af Hannesi Smárasyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×