Lífið

Jólasveinninn er nágranni Borats í Kakzakhstan

Jólasveinninn skipuleggur leiðina.
Jólasveinninn skipuleggur leiðina. MYND/Getty
Ástæðan fyrir því að enginn hefur fundið híbýli jólasveinsins er sú að hann býr í Kazakhstan en ekki á Norðurpólnum, að sögn sænskra sérfræðinga.

Hópur á vegum sænska flutningafyrirtæksinsins SWECO segist hafa reiknað það út að bækistöðvar sveinka hljóti að vera í fjallgarði sem liggur á landamærum Kazakhstan og Kyrgizstan. Hópurinn reiknaði út hvaða leið væri fljótlegast að fara til að dreifa gjöfum um alla jörð.

Sérfræðingarnir sögðu að miðað við snúning jarðar og dreifinu fólks um plánetuna væri fjallgarðurinn hentugastur staðurinn fyrir sveinka, ætli hann sér að ná að dreifa gjöfum til allra barna í heimi á aðfangadagskvöld. Anders Larson, ráðgjafi hjá SWECO sagði þetta útskýra margt. ,,Þetta gæti útskýrt af hverju hann sést svona sjaldan afganginn af árinu."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×