Viðskipti innlent

SPRON tekur við sér en Færeyingar lækka flugið

Magne Arge, forstjóri Atlantic Airways, ásamt Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, þegar viðskipti hófust með bréf í flugfélaginu í Kauphöllinni í gær.
Magne Arge, forstjóri Atlantic Airways, ásamt Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, þegar viðskipti hófust með bréf í flugfélaginu í Kauphöllinni í gær. Mynd/Vilhelm

Gengi hlutabréfa í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hækkaði um rúm 2,7 prósent í Kauphöll Íslands í dag en þetta var jafnframt mesta hækkun dagsins. Gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka hækkaði næstmest, eða um 1,33 prósent.

Sömu sögu var hins vegar ekki að segja af löndum Færeyinganna hjá Föroya banka en gengi bankans lækkaði mesta allra skráðra félaga í Kauphöllinni, fór niður um 1,58 prósent í 187 krónur á hlut, sem er tveimur krónum undir útboðsgengi.

Þá reið færeyska flugfélagið Atlantic Airways ekki feitum hesti eftir daginn, sem jafnframt var annar viðskiptadagurinn með bréf í félaginu. Gengi bréfa félagsins lækkaði um lækkaði um 1,53 prósent. Vart er því því hægt að segja að flugfélagið hafi verið í skýjunum því gengið hefur lækkað báða dagana.

Úrvalsvísitalan hélst næstum óbreytt á milli daga, hækkaði um 0,09 prósent og stendur í 6.590 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×